Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 3

Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 3
Ávarp. Hið evangelisk-lúterska kirkjufélag Islendinga i Vesturheimi ^ninnist þess á þessu ári, aS 75 ár eru liðin frá stofnun þess. Árs- Þing kirkjufélagsins var haldið í Glenboro dagana 5.—8. júní. Það hófst á hvítasunnudag í Grundarkirkju í Argyle með hátíðarmessu ó íslenzku. Þar prédikaði biskup Islands. Síðar um daginn var há- tiðarmessa á ensku og prédikaði þar dr. Franklin Clark Fry, forseti Sameinuðu lútersku kirkjunnar í Ameriku og Lúterska heimssam- óandsins. Að lokinni þeirri messu flutti biskup Islands ávarp á ensku. ^er ávarp hans hér á eftir: Þegar ég kem hér fram til þess að flytja kveðjur og óskir við þetta tækifæri, finn ég mjög vel, að mér hefur hlotnazt anægjulegt og virðulegt hlutskipti. Mér finnst satt að segja, að það hljóti að vera og verða einn hinna miklu viðburða í lífi mínu, þegar ég nú fæ að heilsa þingi hins evangelisk-lúterska kmkjufélags íslendinga í Vesturheimi á hátíðlegri stundu og vera rödd íslands við það tækifæri. Það gæti e. t. v. virzt nokkurt stórlæti að kveða svo að orði, kynna sig sem rödd lands síns. En það er í þessu tilfelli blátt nfram staðreynd. Ég hef þá gleði að mega skoða mig sem full- trúa íslenzku þjóðkirkjunnar. Henni tilheyra nær allir íbúar lands vors sem skírðir og fermdir meðlimir. Þó er að vísu langt frá því, að þjóðin sem heild standi alltaf að baki henni, að rödd kirkj- Unnar sé rödd þjóðarinnar og öfugt, að vilji og markmið kirkju °g þjóðar fari saman. Þessu fer sem sagt fjarri. En þegar ég st®nd í þessum sporum hér og inni það hlutverk af hendi, sem ^ér er falið í dag, að tala við yður fyrir munn kirkju minnar °g tjá yður hlýhug, flytja yður bróðurlegt orð, má ég treysta t>ví, að ég tali einnig fyrir munn þjóðarinnar allrar. Ég er hér kominn til þess að votta virðingu minningum um sögu, sem hefur gerzt 1 heimsálfu, fjarlægri íslandi. En enginn vakandi ^lendingur er til, sem finnst sú saga koma sér ekki við. Oss f'nnst hún vera hluti af vorri sögu, og þótt margt sé við oss 16

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.