Kirkjuritið - 01.06.1960, Side 12
250
KIRKJURITIÐ
hans fóru dómarar Israels, þá Samúel og allir spámenn. Og
loks, í Fjallræðu Mattheusarguðspjalls, er Kristur túlkaður sem
hinn nýi Móse, er flytur hinn nýja sáttmála, hið nýja lögmál,
lögmál kærleikans. Og postular og biskupar eru eftirmenn hans,
svo og hver vígður maður. Það er þeirra að flytja hið volduga
máttarorð Guðs, sem kemur öllu því til leiðar, er honum vel
líkar. Máttarorð Guðs, er reisir fallna, ljær sjón blindum, lækn-
ar málhalta, leysir þá, sem haldnir eru, og líknar öllum mönn-
um. Máttarorð Guðs, sem býöur oss, hvetur oss, áminnir oss
um að ganga veg Guðs, ástunda vilja hans í orði og verki, í
kærleika, í trú, í hreinleika, eins og Páll kemst að orði. Það
er máttarorð — náð hans og vilji hans, — lögmál hans, sem
oss er boðað.
Þessir eru hinir tveir þættir sáttmálahátíðarinnar, hinir
tveir stólpar, er bera uppi söfnuð ísraels hinn forna. Þessir eru
hinir tveir máttarstólpar, sem standa undir kirkju vorri. Hér
er grundvöllurinn. Hér er lúnn gamli sáttmáli, sem Kristur
fullnaði, en svipti ekki burt. Hér er fólginn lykillinn að lífi,
dauða og upprisu Krists: að Guð hefur kallað menn til fylgd-
■ar viö sig, aö hann hefur skapaö sér söfnuö til þess að vera
sér heilagt prestaríki. Hér eru allir prestar, hér eru allir með-
limir hins heilaga ríkis Guðs, hér er ekki Gyðingur né grísk-
ur, ekki þræll né frjáls maður, eins og Páll sagði. Heldur eru
hér allir eitt í Kristi. Hér er hver og einn ábyrgur meðlimur
samfélagsins, félagsheildarinnar, kirkjunnar.
Þér skuluð vera mér heilagur lýður. Þessi orð voru töluð til
ísraels sona, segir textinn. Þar áttu sem sé allir hlut að máli-
Orðin voru ekki töluð til prestanna.
Hið forna kirkjuhugtak Gamla testamentisins féll að mestu
í gleymsku, er konungdómur var upp tekinn og vald konungs
jókst á 10. öldinni f. Kr. En það var endurvakið síðar. „Synii'
yðar og dætur yðar munu spá,“ var þá mælt. Þ. e. hver með-
limur safnaðar Israels átti fulla aðild að trúnni.
Á tíma Jesú eru hinir undirokuðu alþýðumenn landsins skatt-
píndur lýður. Vinnudagur verkamanna var þá 13 stundir, að
talið er. Fína fólkið í Jerúsalem leit smáum augum á örsnauða
tómthúsmenn norður í Galíleu. En þessu fólki boðaði Jesu
lausn. Hann lofaði þeim ekki gulli. „Silfur og gull á ég ekki,“