Kirkjuritið - 01.06.1960, Qupperneq 16

Kirkjuritið - 01.06.1960, Qupperneq 16
254 KIRKJURITIÐ band samfélagsins. I hinum forna ísrael var sáttmálinn það sameiningarband, sem gerði úr hinum sundurlausu ættflokk- um eina órjúfandi heild, söfnuð Guðs. I kirkju Nýja testament- isins er hliðstæð hugsun þessari: hugarsýn kirkju Krists, hinn- ar lífrœnu heildar, hins lífrœna samfélags. I þeirri félagsheild eru menn frjálsir menn. Þeir standa allir jafnir frammi fyrir Guði. Þeir eru allir lifandi greinar á hinum mikla meiði sam- félagsins. „Þér eruð líkami Krists og limir, hver fyrir sig,“ segir Páll í hinni kunnu líkingu sinni. Þeir eru frjálsir menn vegna þess, að í samfélaginu ná kraftar einstaklingslífsins fram til fullrar blómgunar. Þeir fá útrás fyrir sitt „innsta eðli“, sem kallað er fram af hinum skapandi og endurleys- andi Guði. Hér er ekki mælt á mærðarfullu rósamáli. Hér er rætt um staðreyndir sögunnar, staðreyndir hins daglega, mannlega lífs. Ritningin talar ekki um einhverja gufukennda hugsæismenn, heldur um menn með holdi og blóði, sem þrá samvistir við aðra menn, samfélag, — menn, sem ekki fá afborið líf hinnar algeru einangrunar, menn, sem þarfnast þess, að ekki sé traðkað á því, sem er hin eiginlega þörf alls mannlífs, frelsi innan takmarka samfélagsins. Það er langt frá því, að vér iðkum þetta samfélag sem skyldi. Söfnuðir landsins eru, a. m. k. í fjölmenninu, fremur landfræðilegt svæði en lifandi félags- heild. Presturinn er fremur embœttismaður ríkisins, sendur að ofan og utan, en lifandi þáttur í lífrænu félagslífi safnuðarins — í augum fólksins oft og einatt og kannske stundum í sinni eigin vitund. Vér erum ennfremur gleymnir á það, að kirkjan lýtur sínum eigin lögum, lögum, sem eru þannig, að án þeirra er hún ekki kirkja; lögum, sem kveða á um sjálfstœði hennar sem félagsheildar og sem þess vettvangs, er Guð starfar á, meðal mannanna. Og vér mættum gjarna minnast þess, að hugarsýn lögmálsins, lögmáls Krists, er sú hugarsýn ein, sem upplýsir oss um eðli þess þjóðfélags, sem vér kjósum eitt allra þjóðfélaga, þjóðfélags hins lífræna frelsis. Það mætti verða oss umhugsunarefni á þessum minningardegi um sjálfstæði landsins. Þórir Kr. Þórðarson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.