Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 19
KIRKJURITIÐ 257 allir safnaðarmeðlimir teldu ekki eftir sér að greiða lítils hátt- ar hærra kirkjugjald en áður, tvö eða þrjú ár, ef brýn þörf krefur. Því síður, ef það nú líka er tekið með í reikninginn, hversu þessi gjöld hafa rýrnað við gengisfallið, þótt ýmis önn- Ur opinber gjöld hafi verið bætt upp af þeim ástæðum einum. Tökum t. d. símann, póstinn og útvarpið. Hér skal engum getum að því leitt, hvers vegna þetta „lykkju- fall“ varð á sínum tíma. En ég tel, að óhætt megi að fullyrða, að þar hafi ráðið nokkur glámskyggni.. Hér hefur komið „gat 1 lögin“, sem skylt er að bæta. Ég vænti þess, að forráðamenn hirkjunnar og stjórnarvöldin verði líka fús til þess og að lag- færingin fáist þegar á næsta þingi. Skaðinn, sem orðinn er, ftiun vera minni en ætla mætti vegna þess, hvað margir hafa haldið, að gömlu lögin giltu enn í dag. En nú er því ekki leng- Ur að heilsa. En hitt geta söfnuðirnir ekki unað við, að hafa ekki neina heimild, sem heitið getur, til að leggja á sig lítið eitt þyngri byrði til óhjákvæmilegra framkvæmda. Og hver þarf að óttast, að safnaðarfundir eða safnaðarstjórn- lr ákveði nokkrar drápsklyfjar í þessum efnum? Hvað mundi Verða, ef farið væri fram á meira en góðu hófi gegndi, eða alnienningur væri fús á að greiða? Menn segðu sig þá vitan- lega úr söfnuðunum hópum saman — og væri þá lítið unnið. Hvaða safnaðarstjórn færi að stofna til slíks? Þess vegna þarf í raun og veru engan varnagla við því að leyfa söfnuðunum sjálfum að hækka kirkjugjöldin — a. m. k. er meira en nóg að halda ákvæðinu um, að samþykki héraðs- fundar komi líka til. Hann sitja engir angurgapar, heldur ráð- settir menn, sem flana að engu — sízt í fjármálum, sem sann- a®t af því, að endurskoðun kirkjureikninganna hefur oft verið tirnafrekasta mál þeirra funda fram á síðustu ár. Eg treysti því, að þetta mál leysist fljótt og giftusamlega. Að lokum er rétt að geta þess í þessu sambandi, að þótt framlag til Kirkjubyggingarsjóðs hafi að vísu verið nokkuð aukið fyrir forgöngu biskupsins, verður að vænta þess, að það Verði enn hækkað upp í a. m. k. eina milljón árlega —• eða eins °g Reykjavíkurbær leggur nú til kirkjubygginga, svo sem fyrr Setur. Landið allt á að sækja í Kirkjubyggingasjóðinn, og er því Ijóst, að minna muni árgjaldið ekki mega vera, eins og pen- ln8agildið er líka nú orðið langtum lægra en þegar sjóðurinn 17

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.