Kirkjuritið - 01.06.1960, Qupperneq 21
KIRKJURITIÐ
259
F'ólkið hefur aðeins engan áhuga á dagskrá kirkjunnar. Það er
°f önnum kafið við annað: knattspyrnu, sjónvarp, málning á
eldhúsinu.
Það er ekki mín skoðun, að kynslóð vor sé nokkru ,,verri“
eÖa „spilltari" en fyrri kynslóðir. Fólkið hefur ekki að yfir-
lögðu ráði tekið þessa „veraldlegu muni“ fram yfir Guðsríki.
Allur áróður nútímatækninnar hefur lagzt á þá sveif að rót-
festa þá skoðun i huga almennings1 „að þú munt verða þeim
mun sælli, sem þú hefur meira af heimsgæðunum‘„ Og sú
f*kni, hagfræði og þjóðfélagsbylting, sem vér höfum lifað,
virðist benda til þess, að þessi fullyrðing sé á rökum reist.
Af þessum sökum hlusta margir nú ekki á prédikanir —
ekki af því, að þeir telji fagnaðarerindið ósannindi, heldur svo
akaflega utangarðs. Það snertir hvorki þau markmið né þann
filgang, sem lífið hefur í þeirra augum. Þess vegna verður
fyrst að veikja trú manna á þessi veraldlegu sjónarmið. Ég
^gg, að það verði ekki gert með rökræðum. Manni, sem er
fyrirfram sannfærður um, að mest sé um það vert að komast
afram, eignast sem mest af peningum og öðlast öll þau þæg-
lndi, sem hann girnist, finnst það aðeins vera nöldur eða stofu-
iaerdómur, ef imprað er á því, að til séu nú önnur markmið,
Sem séu háleitari og mikilvægari. Það eina, sem verulega get-
m‘ vakið áhuga hans á slíkum málum, er það, ef hann kemst
1 kynni við fólk, sem býr við ámóta kjör, en lifir þó allt öðru
Jífi- Sem með öðrum orðum metur Krist og málefni hans miklu
meira en þá muni, sem hann sækist eftir. Og auðsætt er, að
hefur miklu meira upp úr krafstrinum.
I andrúmslofti og umhverfi heimshyggjunnar þýðir ekki að
^yrja á því að ná til manna með kristilegri fræðslu eða pré-
^i'kun Orðsins, sem stingur í stúf við hugsunarhátt alls þorr-
ans. Það verður að sýna mönnum kristið líferni með breytni
°S starfi hinna einstöku safnaða. Sýna, að bæði kristnir ein-
^faklingar og hinir lifandi söfnuðir lifi ekki aðeins eðlilegu og
eilbrigðu mannlífi, heldur séu auðsæilega auðugir af þeirri
astúð og gleði og friði, sem heimshyggjumennina skortir oftast
Sv° filfinnanlega.
Til Þessa þurfa söfnuðirnir að hafa þetta til að bera. Ef svo
ei ekki, verður að byrja á því að kippa því í lag. Annars er
0 i viðleitni til að kristna fólkið unnin fyrir gíg og taflið tapað.