Kirkjuritið - 01.06.1960, Síða 23

Kirkjuritið - 01.06.1960, Síða 23
KIRKJURITIÐ 261 hina brotlegu að betri mönnum. Til þess er bæði góður ytri aðbúnaður og þó einkum holl andleg áhrif og reglubundið atarf nauðsynlegast. Og skipa þarf svokölluðum sakamönnum 1 ýmsa flokka. Sízt af öllu má láta lítt harðnaða unglinga lenda í félagsskap þeirra, sem orðnir eru „meira og minna for- hertir“ á marga vegu. Ef það er gert, getur sá „glæpur" orðið °líkt verri en sá, sem unglingurinn fékk dóm fyrir. Vér Islendingar vorum í fararbroddi þeirra, sem námu líflát Ur lögum. Mannúð mun hér öllu almennari og meiri en víðast hvar. Þess vegna standa vonir til, að umbætur á þessum sviðum eigi ekki langt í land. Kirkjan, sem ekki brennur. (Ur ,bréfi‘ séra Matth. Jochumssonar til Hannesar Hafstein). Odda, seint í sept. ’84 — mér liggur við að segja: Oddaparði, ekki prestaparði, heldur kirkjugarði; því að Oddi, sem flest af vorum fornu prestssetrum, er (symbólskt vel) settur upp á grafarbarma kirkjugarðanna. Já, það „generar“ mið dagsdag- iega að „lógéra“ lifandi svo að segja í miðjum kirkjugarðinum. ég þá — og öll mín stétt — lifandi dauður? Er þá allt þetta ^eigðarspil og dauðradans? Er þá „kirkjan að brenna“? Á borðinu eru þín nýju drengilegu, ibsensku ádeilukvæði í u tbl. Heimdals (kæra þökk fyrir þau). Þau eru mér betri en nokkur prédikun. Þau hrista mig sem fornan heysekk eða hálm- P°ka; því er ég prestur, því þjóðkirkjuþjónn, því stend ég skrýddur sömu formflíkum og fyrnskutýgjum og hinir gömlu, Sem báru slíkt ungt og óslitið, meðan þeir og allir á slíkt trúðu? — Því — ég held það líka: Kirkjan brennur. — En — »niðurbrjótið þetta musteri“ — sagði Kristur; það, sem hugg- ar mig, þó það ekki afsaki minn amlóðaskap, er sú trú mín, sem ég daglega stelst til að kenna, að það er til kirkja, sem ekki brennur með þessari (kirkja, sem ég veit, að þú trúir á líka), kirkja sannleikans og kærleikans, kirkja andans, „sam- eming heilagra", þ. e. sameining hinna sterku og sönnu, hinna Veiku og góðu, hinna smáu og stóru, hinna sigruðu og sigrandi, frjálsu og bundnu, —- sameining alls hins sundurleita og sundr- apa, fyrir réttvísi og kærleika, frelsi og fullkomnun. Á kirkju rists í þessa stefnu trúi ég, og á Guð í oss og yfir oss, á reyndar óumræðilegan hátt, en þó nálægan og skiljanlegan í

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.