Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 34

Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 34
272 KIRKJURITIÐ að fara í embættisferð". Sennilega hefur flísazt úr beini. Nú hefði slíkt varla orðið nokkrum manni að aldurtila. Séra Páll var ágætiskennari, m. a. kenndi hann undir skóla Guðmundi Hannessyni, síðar prófessor, og dr. Valtý Guðmunds- syni, sem kemur mjög við sögu stjórnarskrármálsins. En þekkt- astur er séra Páll sem skörulegur kennimaður. Er það rómur fróðra manna, að hann fylli flokk mestu ræðuskörunga, sem íslenzk prestastétt hefur átt. Ég hef lesið, að fólk hafi streymt víða að til Gaulverjabæjar til að hlýða á þennan mikla kenni- mann, sem var á undan sinni samtíð og flutti með sér nýjan kenningarmáta. Ekki má skiljast svo við séra Pál, að ei sé minnzt á sam- band hans við séra Matthías Jochumsson, en það var mikið og náið, þó að oft væri langt milli bústaða. Sagt er, að séra Matthías hafi ort einn fegursta og mesta sálm sinn: „Fyrst boðar Guð sitt blessað náðarorðið“, út af ræðu, sem séra Páll hélt, þegar hann var ungur prestur í Miðdal. Kennir þar að ýmsu leyti annars kenningarmáta en síðar varð. Og sennilega hefur séra Matthías fyrst haft þau áhrif á unga prestinn. Byltingarkenndir straumar frelsis, jafnréttis og bræðralags fóru um álfuna. Þeir komust inn í guðfræðina, og eins og venja er í slíkum átökum, skolaðist margt gamalt og gott brott í bili. Ungi presturinn gáfaði hreifst með, bylting varð í huga hans, Gaulverjabær var á hvers manns vörum. Séra Páll var skemmtilega orðheppinn. Einu sinni fóru þeir séra Matthías og hann upp að Móum á Kjalarnesi, en séra Matthías var þá prestur þar. Þá spurði hann séra Pál: „Heyrðu, veiztu, hvað Esjan er þung?“ Séra Páll svaraði: „Það mátt þú vita, þú býrð undir henni.“ Séra Páll er einnig þekktur fyrir ritstörf sín, þ. á m. er skáldsagan Aðalsteinn, sem kom fyrst út á Akureyri 1876 og nú aftur nýlega. Árið 1894 kom út hús- lestrarbók séra Páls, sem víða hefur verið til. Og svo er það Páskaræðan, sem haldin var í Gaulverjabæ 1885, en hún vakti mikið umtal á sínum tíma. Það, sem einkum hefur einkennt séra Pál mest, er sannleiks- ást, hreinskilni og einurð. í þessum sundurlausu orðum mínum hef ég reynt að draga upp mynd af stað og prestum. En ég hef orðið að stikla á of stóru, svo að nokkur heildarmynd næðist. Svo er hitt, að enn

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.