Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 36

Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 36
274 KIRKJURITIÐ Safnaðarfulltrúar frá því kirkjan var reist eru þessir: Einar Einarsson, Brandshúsum, og núverandi Guðlaugur Jónsson, Eystri-Hellum. Meðhjálparar: Einar Einarsson, Brandshúsum, Dagur Brynjólfsson, Gaulverjabæ, og núverandi Páll Guðmunds- son, Baugsstöðum. Hringjarar hafa verið: Einar Einarsson, Brandshúsum, og núverandi Guðlaugur Jónsson, Eystri-Hellum. Orgel mun hafa komið í Gaulverjabæjarkirkju fyrir seinustu aldamót. Þessir hafa verið organistar: Sigurður Eiríksson reglu- boði (faðir Sigurgeirs biskups), Ásbjörn Pálsson, Gaulverjabæ, Gísli Pálsson, Hoftúni, Stokkseyrarhreppi, Davíð Jónsson, Eystri-Hellum, Elín Kolbeinsdóttir frá Loftsstöðum, nú húsfrú á Hæringsstöðum, Stokkseyrarhreppi, Sigrún Dagsdóttir frá Gaulverjabæ, Gísli Jónsson, Vestri-Loftsstöðum, Jón Jónsson, Vestri-Loftsstöðum, og núverandi, Pálmar Eyjólfsson, Skipa- gerði, Stokkseyri. Þá vil ég geta þriggja gamalla gripa, sem eru í Gaulverja- bæjarkirkju. Tveir þeirra eru frá tíð séra Torfa Jónssonar, kaleikur, sem á er letrað ártalið 1654, og forkunnar fagur ljósa- hjálmur, þar sem á er letrað: Velburðugur Christphor Heide- mann landfógeti yfir Islandi, háttvirtur Assesor Andres Lau- ritssen Bech kaupmaður Eyrarbakka, heiðarlegur síra Torfi Jónsson, Dýrfirski, prófastur Árnessinga gáfu þennan ljósa- hjálm Gaulverjabæjarkirkju Anno 1686. Þriðji hluturinn er altaristafla, á henni stendur ártalið 1775. Er hún mesti kjör- gripur, skorin út og máluð í upphafi af Ámunda Jónssyni hin- um skurðhaga. Hann bjó seinast í Syðra-Langholti í Hruna- mannahreppi. Ámundi var snilldarmaður, vel að sér um flesta hluti, smiður ágætur. Hefur smíðað inargar kirkjur, m. a. út- brotakirkju, sem stóð á Stóra-Núpi. í þjóðminjasafninu eru nokkrir útskurðir og altaristöflur eftir hann. í niðurlagi lýsingar á Gaulverjabæjarkirkju, eftir að hun var reist, standa þessi orð: „Kirkjan lítur mjög vel út og er vönduð að allri gerð“. Það er þetta kirkjuhús, sem sóknar- presturinn í Stokkseyrarprestakalli, séra Gísli Skúlason, vígði til síns mikla og háleita ætlunarverks 21. dag nóvembermán- aðar fyrir 50 árum. Bar daginn þá upp á sama dag kirkjuárs- ins og er í dag, 24. sd. e. tr. Er það sannarlega skemmtileg Guðs ráðstöfun. Kirkjan, eins og hún stendur í dag, er söfnuðinum til mik-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.