Kirkjuritið - 01.06.1960, Síða 38

Kirkjuritið - 01.06.1960, Síða 38
Kristnir áhrifamenn: Tojohiko Kagava. Hann andaðist 23. apríl síðastliðinn. Hafði þjáðst lengi. Þótt hljótt væri um nafn hans síðustu árin, hvarf með honum einn kunnasti maður samtíðarinnar og hvað mesti áhrifamaðurinn. Minning hans er lík sólskinsbletti í fjalli. Minnti öðrum þræði á Franz frá Assisi, hinum á Gandhi. Kagava fæddist í Kobe í Japan 10. júlí 1888. Faðir hans var stjórnmálamaður, auðmannsættar. Móðirin léttúðug dansmær. Missti foreldra sína fjögurra ára gamall og ólst síðan upp við mikið harðræði hjá stjúpu sinni. Helzt átti hann nokkurt at- hvarf hjá hálfbróður sínum. Varð snemma einrænn og inn- hverfur, sílesandi og hugsandi, en svo brjóstgóður, að hann mátti ekki aumt sjá. Nutu dýrin þess ekki síður en mennirnir. Hann vildi strax í bernsku vera öllum bróðir og bjargvættur, sem bágt áttu. Fjórtán ára komst hann í kynni við kristindóminn. Kristur hertók huga hans. Síðan brann honum sú óslökkvandi þrá í brjósti að vinna honum allt, sem hann orkaði — með því að bæta kjör þeirra, sem verst væru settir og minnst metnir. Fyrir Kriststrú sína var hann gerður ættrækur — slík smán þótti hún. Hann sótti síðar nám í prestaskóla í Kóbe, en veikt- ist þá af berklaveiki, sem hann þó sigraðist á að lokum. Skammt frá prestaskólanum var höfuð fátækra- og glæpa- hverfi borgarinnar — Sjinkava. Þar bjuggu um tíu þúsund manns líkt og maðkar í veitu. Venjuleg íbúð var aðeins eitt herbergi 6 ferfet á stærð, og þar höfðust oft við 5—10 manns. Hvorki var þar rennandi vatn né frárennsli. Stígarnir á milh hreysanna voru aurtraðir. Þarna var að sjálfsögðu eitrað pest- arbæli. Atvinna fjölda margra glæpir og vændi. Kagava taldi sér skylt að vinna að bættum kjörum og björg- un þessa fólks. Hann flutti sjálfur til þess og bjó þar við sömu skilyrðin í 14 ár. Suma örsnauðustu og aumustu einstakling-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.