Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 40

Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 40
278 KIRKJURITIÐ Bækur hans voru þýddar á mörg tungumál og gríðar mikið lesnar í ættlandi hans. Þekking hans og fjölhæfni var ótrúleg, viðfangsefnin fjöldamörg. Hann skrifaði jöfnum höndum um trúarbrögð og heimspeki, uppeldisfræði og skáldskap, stjórn- mál, hagfræði — meira að segja lífeðlisfræði og fleira. Skáld gott —afburðasnjall áróðursmaður. Bækur hans munu vera um eða yfir hundrað — bæklingar fleiri en menn hafa talið. Mest lét hann trúmálin og siðgæðismálin til sín taka. Bar- átta hans var öll af þeim rótum runnin. Æðstu hugsjónir hans sóttar til Krists. Hann var að eigin dómi fyrst og fremst kristni- boði. En hann skildi og kenndi, að það þýðir ekki að prédika yfir mönnum með tóman maga eða skjálfandi af kulda og klæð- leysi. Þótt orðin séu góð, eru verkin enn betri. Áhrifaríkast að láta þau tala. Og það gerði hann sjálfur alla ævina. Hann var lifandi auglýsing um sannan kristindóm. Auk þess, sem nefnt hefur verið, er skylt að nefna baráttu Kagava gegn ofnautn áfengis og hinu útbreidda vændi. Hann taldi þessa tvo lesti óheillaríkustu undirrót eymdarinnar. Og hann bjargaði þúsundum mannslífa, beint og óbeint. Ættland hans nýtur erfiðis hans um ófyrirsjáanlega framtíð. Hann hafði líka bætandi áhrif á andrúmsloftið í veröldinni. Fregn frá Tokio hermir, að síðustu orðin, sem Kagava mælti, hafi verið á þessa leið: „Verið þið góðir — og vinnið eins og þið getið í þágu heimsfriðarins og kirkjunnar í Japan“. Þetta var stefnuskrá hans alla ævina: Meiri og sannari kristni um víða veröld. Til þess taldi hann sig kallaðan, að vinna að því — og alla, sem kristnir vildu kallast. Hann var kyndilberi Krists í fremstu röð. Meðan hans líkar fæðast, sækir kristnin fram! Gunnar Árnason. Sá, sem léttir byrðar einhvers annars, lifir ekki til einskis. Charles Dickens.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.