Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 42

Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 42
280 KIRKJURITIÐ það þarf þess með, er það jafnvel nauðsynlegt, en þá þurfa skemmtanirnar að vera heilbrigðar og uppbyggjandi. Nú leik- ur það ekki á tveim tungum, að megnið af þeim samkomum, sem fólki er boðið upp á, eru síður en svo til menningarauka, svo sem kunnugt er, bæði af afspurn og blaðaskrifum. Þarf ég ekki að lýsa því hér. — En hvaða ráð eru þá til að bæta úr þessu. Bæta þannig úr, að skemmtanalíf fólks verði heilbrigð- ara, en fullnægi þó þörf þess? Kristileg æskulýðsfélög eru efalaust góð. Má í því sambandi minnast starfsemi séra Friðriks Friðrikssonar, sem áreiðan- lega hefur gefið blessunarríkan árangur. En þess er þó að gæta, að með stofnun slíkra félaga næst aðeins til þeirra, sem vilja koma í félögin, og þó þeir e. t. v. yrðu í meiri hluta, þá yrðu hinir margir, sem stæðu utan við, og það þeir, sem mesta þörf- ina hefðu til að vera í slíkum félagsskap. Þrátt fyrir þessi tak- mörk kristilegra æskulýðsfélaga, tel ég þau nauðsynleg, einkum í bæjum og stærri kauptúnum. I sveitum og smærri kauptún- um geri ég ráð fyrir, að ná mætti betri árangri eftir öðrum leiðum. Vil ég nú gera grein fyrir því, sem ég hef hugsað um þetta mál. Nú eru um eitt hundrað þjónandi prestar í landinu. Margir þeirra flytja ekki messu nema 4—5 sinnum á ári í hverri kirkju, og þá oftast yfir hálftómu húsi. Þessir prestar eru yfirleitt vel færir í sínu starfi, kunna embættisverk sín vel og flytja snotrar ræður, sumar ágætar, en einhvern veginn hefur fólkið slitnað úr tengslum við þá, eða þeir frá því. Mun þar ýmislegt liggja til grundvallar, að svo er komið. Prestar þjóðkirkjunnar eru það vel launaðir, að þeir þyrftu ekki að sækjast eftir öðrum störfum. Þess vegna ættu Þeir að geta lagt allan sinn tíma í að rækta þann akur, sem þein1 er trúað fyrir og þeir af fríum vilja hafa tekið að sér. Til þess að starf þeirra beri meiri árangur en nú er, þurfa þeir að taka upp nýja starfsháttu, og um leið að leiða æskufólk á þær brautir, sem því er hollt að ganga og nauðsynlegt. Þetta er hægt með því að presturinn komi til fólksins, en bíði ekki eftir því — kannske alla ævina án árangurs —, að fólkið komi til hans. Þetta mætti gerast með þeim hætti, að presturinn gerð- ist starfandi meðlimur í félögum unga fólksins, t. d. í ung- mennafélögum, sem eru enn starfandi í flestum sveitum lands-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.