Kirkjuritið - 01.06.1960, Side 44
282
KIRKJURITIÐ
samkomu í Reykjavík. Einn af prestum bæjarins stjórnaði sam-
komunni og hafði forustu jafnt í dansi sem öðrum skemmti-
atriðum. Ég hef sjaldan verið á samkomu, þar sem fólkið
skemmti sér jafn vel og innilega. Ég var þarna öllum ókunn-
ur, nema þeim, sem bauð mér, en það var líkast því sem ég
væri kominn í hóp systkina minna, svo var alúðin og ánægjan
hjá hverjum manni, og ekki vín að finna á neinum. Þetta hreif
mig svo, að síðan hefur það vakað í huga mínum, að svona
þyrfti það að vera, þ. e. að prestarnir gengju á undan jafnt
í gleði sem sorg fólksins, og ekki hvað sízt unga fólksins.
Annað dæmi er héðan úr sveitinni. Fyrir nokkrum árum
dvaldist hér um tíma ungur guofræðikandídat, en tók svo
prestsvígslu um haustið. Hann var mjög samrýndur unga fólk-
inu, mætti á fundum þess og fór í ferðalög með því. Fólkið
var hrifið af honum og þeim þætti, er hann tók í skemmtana-
lífi þess. Er enginn vafi, að hann hafði mikil áhrif þennan
stutta tíma, sem hann dvaldist með því. Það eru því miklar
líkur fyrir því, að ef slíkur maður starfaði ár eftir ár með
ungu fólki í sveitum landsins, mundi það hafa stórbætandi
áhrif og varanleg. Gísli Vagnsson.
Það er aldrei unnt að lýsa sannleikanum með orðum, heldur
verður að lifa hann. — Goethe.
Tákn trúar vorrar er ekki koddi, heldur kross. — Leslie Weather-
head.
Kristinn maður getur ekki lengi farið huldu höfði. — Otto Funcke.
GerÖu aldrei ekkert. — Walter Scott.
Sá, sem vill aðeins fara að eigin geðþótta, lifir fyrr eða síðai
þann dag, að hann sér, að hann hefur gert það, sem hann vildi
aldrei hafa látið sig henda. — Sigrid Undset.
Að játa, að manni hafi skjátlast, er aðeins að viðurkenna, að mað-
ur sé vitrari í dag en í gær. — Lavater.