Kirkjuritið - 01.06.1960, Síða 47

Kirkjuritið - 01.06.1960, Síða 47
KIRKJURITIÐ 285 rnikið. Það eina sem hún gerir er að kasta sér í gólfið fyrir framan hann, setja upp augu eins og undirskálar, og svo kem- ur þetta: „Talaðu nú, Rabbúní!" „Og talaði hann?“ spurði frú Tamara áfergjulega. „Hann talaði,“ sagði Marta hægt. „Hann brosti og talaði við Maríu. Jæja, ég tók fyrst saman þvottinn, og svo fannst mér rétt, að hann fengi þótt ekki væri nema svolitla geitamjólk °g brauðbita---------Hann virtist vera göngulúinn og þreytt- ur; það var að mér komið að segja við hann: Meistari, ég skal ná í kodda, svo að þér getið lagt yður,--------sofið stundar- korn,------— við skulum ekki láta bæra á okkur, ekki anda — — —, en þér vitið, hvernig það er, frú Grunfeld, maður vill ekki grípa fram í, þegar liann er að tala. Það eina, sem ég gerði var því að ganga á tánum til þess að gera Maríu skilj- ar>legt, að hún ætti að hafa hljótt um sig. En það var öðru n®r! „Talið þér meira, Meistari, ég bið yður, gerið þér það fyrir mig að segja eitthvað meira, — og hann, — af hreinni góðmennsku, — brosti og talaði." ..Æ, hvað mig hefði langað til að heyra, hvað hann var að Segja!“ andvarpaði frú Tamara. ..Mig líka,“ sagði Marta þurrlega. „En einhver varð að kæla Uíjólkina fyrir hann, svo að hún yrði svalandi, og eins varð einhver að ná í ögn af hunangi ofan á brauðið. Og svo varð eg að skjótast yfir til Efraíms — ég var búin að lofa konunni hans að líta eftir krökkunum meðan hún skryppi í búðir. Þér verðið að viðurkenna, frú Grunfeld, að gömul piparjúnka eins °g ég getur líka gert sitt gagn. Hefði nú bara Lazarus bróðir verið heima! En þegar Lazarus sá í morgun, að það átti að tara að þvo, sagði hann: „Blessaðar, stúlkur, ég er farinn. En bú Marta,“ segir hann, „láttu ekki jurtasalann frá Líbanon fara fram hjá, án þess að kaupa brjóst-te handa mér.“ — Hann Lazarus okkar er nefnilega slæmur fyrir brjósti, frú Tamara, honum hrakar stöðugt. Og þá var ég ávallt að hugsa: — Bara að Lazarus komi nú til baka meðan meistarinn er hér — ég hef trú á því, að hann mundi geta læknað hann Lazarus okk- an; og í hvert skipti sem ég heyrði fótatak á götunni, þaut ég ut og kallaði og kallaði á hvern, sem ég sá: — Herra Asser, berra Leví, herra ísakar, ef þér rekizt á hann Lazarus bróður, v>lduð þér þá segja honum að koma heim undir eins!“ — Nú,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.