Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 49

Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 49
KIRKJURITIB 287 ág var búin að þessu öllu, var ég svo innilega sannfærð um, að nú gæti ég með góðri samvizku hlustað á guðs-orð, og ég læddist inn í stofuna, þar sem hann sat og talaði. María sat við fætur hans og hafði ekki af honum augun. (Marta hló viö þurrlega). Mér datt í hug, hvernig ég liti út, ef ég mændi svona á hann. En þá leit hann á mig svo hýrlega, eins og hann vildi segja eitthvað. Og þá tek ég allt í einu eftir því, — Guð minn góður, hvað hann er magur! Auðvitað! Hann fær aldrei neitt alminlegt að borða, hann hefur varla snert á brauðinu og hunanginu. Og þá datt mér nokkuð í hug: Dúfur! Ég matreiði handa honum dúfuunga. Ég sendi Maríu eftir þeim út í búð, og hann getur hvílt sig svolítið á með- an. „Maja mín,“ segi ég, „finndu mig snöggvast fram í eld- hús.“ En María hreyfði sig ekki„ fremur en hún væri blind °g heyrnarlaus.“ „Hún hefur sjálfsagt ekki viljað skilja gestinn eftir einan,“ sagði frú Tamara góðlátlega og reyndi að róa hana. „Henni hefði verið nær að hugsa um, að hann fengi eitthvað að borða“ hreytti Marta úr út sér., „til þess erum við kon- urnar fyrst og fremst, er það ekki rétt? En þegar ég sá, að María hreyfði hvorki legg né lið, heldur starði eins og hún væri í leiðslu, þá — frú Tamara, ég veit varla hvernig það atvikaðist, en ég varö að segja það. — Herra, — segi ég, — hirðir þú ekki um það, að systir mín lætur mig eina ganga Ufn beina? Segðu henni að hjálpa mér 1 eldhúsinu!" Svona hrökk þetta út úr mér.“ „Nú, og hvað sagði hann?“ spurði frú Grúnfeld. Augu Mörtu fylltust tárum: „Hann sagði: „Marta, Marta, Þú ert áhyggjufull og mæðist i mörgu: en eitt er nauðsynlegt. ■^faría hefur valið góða hlutann, hann skal ekki verða tekinn fná henni.“ Þetta sagði hann, frú Tamara, eða eitthvað þessu líkt.“ Það varð þögn svolitla stund. »Og sagði hann ekki annað en þetta?“ spurði frú Tamara. »Ekki það ég man,“ sagði Marta og þurrkaði burt tárin í flýti. „Svo náði ég í dúfuungana — þetta eru nú meiri Gyð- lngarnir þarna í búðinni — steikti þá, og úr innmatnum bjó til súpuna handa yður, frú Grúnfeld."

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.