Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 8
390 KIRKJUHITIÐ eða kvörtum. Hvað er langt, síðan þú hefur rætt við prestinn þinn um safnaðarstarfið, t. d. æskulýðsmálin, rætt af skilningi og velvilja, af áhuga, hefur þú nokkurn tíma boðizt til þess að aðstoða hann í þeim málum? Eða hvað er langt, síðan þú minnt- ist prestsins þíns, þegar þú áttir stund með Guði? Baðst fyrir starf hans í kirkju og utan? Þegar við hefjum prestskap, prestarnir, skortir fáa okkar starfslöngun og áhuga, en það er stöðug andstaða áhugaleysis- ins, sem flestir eiga að mæta, sem sljóvgar og dregur úr. Poka- prestur er ömurlegt heiti, en eiga ekki fleiri en prestar það heiti skilið? Mér hefur orðið tíðrætt um hlutverk leikmanna í söfnuðun- um, af því að það er svo nátengt æskulýðsstarfinu. Þeir verða að bera það uppi með prestinum, án þeirra hlýtur starfið að dragast saman og verða að engu eða litlu gagni. — Þegar talað er um trúboðsstarf kirkjunnar, sjáum við flest fyrir okkur hvítan trúboða með Biblíuna í annarri hendi, en vasaklút í hinni, til að taka á móti svitastraumunum, sem heit- ir geislar sólarinnar kalla fram. Við heyrum hann mæla á framandi tungum við litaða villimenn, lítt klædda, en veifandi spjótum. Eða eitthvað álíka þessu kemur flestum í hug. Og vissulega er þarna um eina tegund trúboðs að ræða. En trúboð þarf ekki endilega að vera rekið undir svo erfið- um kringumstæðum. íslenzk móðir, sem kennir barni sínu vers og bænir og segir því frá Jesú Kristi, er einnig trúboði. Hver ný kynslóð útheimtir heilan her trúboða. Hvert barn, sem faeð- ist í þennan heim, þarf á leiðsögn og kennslu að halda. Undir- staðan er lögð á fyrstu árum barnsins. Trúarlega séð má telja fyrstu fimm ár ævi okkar þýðingarmest. Æskulýðsstarf kirkjunnar hlýtur því að hef jast á heimilun- um sjálfum. Börnin eru borin í kirkju til skírnar eða prestur- inn kemur inn á heimilin. Og fyrir ekki mjög mörgum árum var hægt að ganga út frá því, að börnin ælust upp umvafin heimilisguðrækninni, að þau lærðu sálma með því að syngja þá nieö foreldrum og systkinum, bæði heima og í kirkju, og væru búin undir húsvitjanuir prestsins, sem þannig fékk tseki- færi til þess að fylgjast með þroska þeirra og framförum. En nú er það sorglega oft þannig, að heima heyra börnin aldrei Guðs orð eða sálmasöng, nema þá sem tón- og orðasuðu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.