Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 10
392 KIRKJURITIÐ bera ábyrgð á félaginu sínu og fundunum. Vitanlega er prest- urinn eða einhver fullorðinn ætíð reiðubúinn og fylgist með, en árangurinn verður mestur, ef hann lætur unglingana sjálfa finna til ábyrgðarinnar. Fundirnir, sem haldnir eru annað hvort vikulega eða hálfsmánaðarlega, eru burðarás félagsins, þess vegna ríður á að undirbúa þá vel, láta skiptast á alvöru og gaman, umræður og leiki. En auk fundanna þarf að finna ein- hver verkefni fyrir félagana. Kemur þar margt til greina og fer mikið eftir aðstæðum hvers byggðarlags, en helzt þurfa verkefnin að vera þannig valin, að þau gefi sem flestum tæki- færi til að vera virkir þátttakendur. I viðbót við þetta má svo einnig benda á, hversu þýðingar- mikið það er að veita unglingum tækifæri til að verja tóm- stundum sínum vel og þarflega. Og þótti mér vænt um að heyra vestfirzkan prest skýra frá því, hvernig hann er að útbúa kjallara prestsetursins fyrir tómstunda- og áhugaflokkaheim- ili. Þarna er haldið í rétta átt og er til fyrirmyndar. Góðir áheyrendur. Tíma mínum er næstum lokið. Það sem ég vildi mega segja er þetta: Kirkjan er trú boðskap sínum og köllunarhlutverki. Hún sefur ekki á verðinum. Hún vill ná til æskufólksins, af því að hún veit, hversu þýðingarmikinn boð- skap hún hefur til að flytja þeim. En eigi starf hennar að bera árangur, má enginn sitja með hendur í skauti og bíða eftir því, að einhver annar geri það, sem gera þarf. Öll berum við nokkra ábyrgð, ekki aðeins presturinn þinn, heldur þú einnig. Einir geta prestarnir litlu áorkað, í samstarfi við þig mun árangurinn nást. Við lok síðari heimsstyrjaldar hafði herflokkur bandamanna búizt um í þýzkum bæ, sem hafði verið illa leikinn í loftárásum- Hermennirnir vildu gjarnan gera eitthvað fyrir bæjarbúa og sendu nefnd á fund bæjarráðs með þau skilaboð, að þeir skyldu reyna að gera, hvað sem bæjarbúar vildu helzt. Þeir biðu, með- an umræður fóru fram um málið. Svo fengu þeir verkefnið- Undrandi lögðu þeir af stað, en ekki til þess að gera við vatns- veitu eða byggja upp íbúðarhús, eins og þeir höfðu búizt við, heldur til þess að safna brotunum af styttu, sem staðið hafoi á torgi bæjarins, en orðið fyrir sprengju. Þeir hófust strax handa, en hvernig sem þeir leituðu, gatu þeir ómögulega fundið tvö brotin. Þeir ákváðu samt að afhenda

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.