Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 34
416 KIRKJURITIÐ dóttir, hafði margoft vísað honum leið heim utan úr sortanum og myrkri skammdegisins, hafði hann einnig borið gæfu til þess að lýsa öðrum á vegferð þeirra með ljósi mannvits og framsýni, lýsa þeim út úr skuggum vonleysis og deyfðar inn á lönd fegurra mannlífs með víðara sjónarsviði. Slíkum mönn- um ber alþjóðar þökk og óskipt virðing fyrir auðnuríkt ævistarf í þágu íslenzkrar menningar. • Laugarvatni, 15. júlí 1960. Þóröur Kristleifsson. Til hvers er að lesa Ritninguna? Hvers vegna les ég og ættir þú að lesa Biblíuna? Ég hef áður gert þess grein, að kirkjan er starfandi félagsskapur. Ef hún er veik að einhverju leyti, verður hún sér til minnkunar; sé hún hins vegar sterk, vex hún í áliti. Hún verður stöðugt að gæta erfðar sinnar, reglna og takmarks. Og vegna þess að sér- hver meðlimur hennar hefur sitt gildi, verða allir að þekkja þetta sem bezt. Á fyrstu dögum kirkjunnar nægði hið talaða orð. Það stóð þó ekki lengi. Leiðtogar kirkjunnar, þeir, sem höfðu sjálfir séð og heyrt Krist, tóku sig til og festu á blað, það sem hann hafði sagt og gjört. Enn fremur skýrðu þeir fra því, hvernig kirkjan myndaðist og fékk sitt skipulag í fyrstu, og rituðu söfnuðum bréf til fræðslu og áminningar. Og þannig varð Nýja testamentið til. En hjálpræði Guðs átti sér langan aldur. Hann hafði valio og uppalið ákveðna hjálparsveit mönnum til sáluhjálpar. Gyð' ingarnir voru hans útvalda þjóð, sem hann sleppti ekki hendi af. Þótt þeim hætti til að fara stöðugt út af sporinu, agaði hann þá og hafði á þeim fast taumhald. Og þeir sjáendur, sem skildu hvað Guð hafði í huga, skrifuðu niður fyrirætlanir hans. Þær er að finna í Gamla testamentinu. Þrátt fyrir brigð Gyðinga, var ákveðin erf ikenning fengin: Menn vissu nú fyrirætlun Guos með mennina, þekktu að nokkru leyti eðli hans og markmið-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.