Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 22
404 KIRKJURITIÐ Þeim finnst þær hafa fært sér arðrán og ófrelsi með annarri hendinni, þegar þær buðu þeim fram bróðurhönd Krists með hinni. Þetta er of mikill sannleikur víða. En enn er unnt að bæta hér mikið úr og flest bendir til, að Sameinuðu þjóðirnar hafi sem betur fer forystuna á því sviði. Afríkuþjóðimar vant- ar matvæli, vélar, lánsfé og svo framvegis. En einkum meiri menningu, fleiri skóla og fleiri leiðir til að mennta börn sín. Hér er mynd af tveimur þeirra. Hvað bíður þeirra? Hungur- dauði, nýr þrældómur, eða mörgum sinnum auðugra mannlíf. fegurra og betra en feðrum þeirra auðnaðist að lifa og njóta? Það síðasta getur að öllum líkindum því aðeins orðið, að hinar kristnu hvítu þjóðir, sem urðu að sleppa herratigninni og þræla- tökunum, komi þeim nú til hjálpar af sannri og óeigingjarnri mannúð. Minnugar þess, að vér erum allir bræður, mennirnir. og eigum að elska hver annan, öllum til lífs og farsældar. Ver vonum, að þrátt fyrir allar stríðsæsingafréttirnar sé einmitt sú öld í dögun, að lifað verði í þeim skilningi og af þeim vilJa um víða veröld. Þar hefur dr. Albert Schweitzer brotið svo braut- ina og varðað veginn, að ætla má að dugi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.