Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 43
Kirkjurœkni. Margt fólk í flestum söfnuðum fer aðeins í kirkju við sérstök tækifæri. Af því mætti ráða, að það telji kirkjugöngur þýð- ^garlitlar. Allt, sem talið er mikils virði, rækja flestir reglu- iega. Kirkjulegar athafnir líkt og skírn og ferming eru ekki endurteknar fyrir sömu persónur, svo að þær geta ekki gjört kirkjurækni að ákveðnum þætti menningarlífsins. Það munu °g fæstir telja þær lítils virði, ef þeir viðurkenna kirkjuna yfirleitt. Allt, sem hefur gildi fyrir andlega og líkamlega heilsu og af- komu, er fært í ákveðin form og endurtekið reglulega. Þannig er með svefntíma og matmálstíma og flestir vilja líka hafa akveðnar tómstundir eða hvíldartíma. Sumir, sem vinna mikið utan heimilis, telja sér nauðsyn að hafa ákveðna tíma handa fjölskyldunni, ákveðnir tímar eru til náms og leikja, og svona uiætti lengi telja. Fáir telja sig geta verið án þess að verja ein- hverri stund til þess, sem eitthvert gildi hefur fyrir afkomu °g ánægju. Þetta viðhorf til kirkjurækni hlýtur að mótast af ákveðnum viðhorfum í skoðunum og aldarhætti. Fjöldinn finnur ekki til neinnar ábyrgðar eða skyldu gagnvart söfnuði sínum og kirkju. ^lestir álíta, að unnt sé að vera kristinn og meira að segja vel ^ristinn, án þess að koma nokkru sinni inn fyrir kirkjudyr. Þetta er talið eins og sjálfsagt af þúsundum þeirra, sem játa kl*istna trú. En er það satt og rétt? _ I fyrstu mætti svo virðast, því að Nýja testamentið hvetur **tt til kirkjugöngu. Auk orðanna: „Gjörið þetta í mína minn- lngu", er aðeins ein grein, sem tekur þetta skýrt fram, en það er í Hebreabréfinu 10.25: "Yfirgefum ekki vorn söfnuð sem sumra er siður." En þessi orð væru líklega réttar þýdd á þessa leið: vanrækjum ekki safnaðarsamkomur vorar eins og sumir gjöra.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.