Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 33
KIRKJURITIÐ 415 sigurvissa í gegnum hinar þungu prófraunir í þessum skóla, virðast eigi heldur síðar á æviskeiði hennar hafa brugðið við hana tryggðum.----------- Kveöja til lífsins heitir kvæði, sem séra Ólafur mun hafa ort, skömmu áður en ævi hans lauk. Þar lítur hinn trúaði klerkur yfir farinn veg með karlmannlegri hugarró og þakkar æðri máttarvöldum fyrir vernd alla í veðrum lífsins. Við skynjum þarna innstu hugarhræringar, heyrum þarna játningu, sem hvergi annars staðar er að finna. Undir ljóðlínum þessum úr kvæðinu getur, hver sem vill, lesið langa sögu óskráða: Hve má ég þakka augu, er ávallt skin að allra skugga baki hérna sáu, — og svo að f á hér förunaut og vin, — er farsæld mína jók í stóru og smáu. Séra Ólafur mun hafa verið kominn um sextugt, þegar hann tók að leggja stund á dráttlist. Hún varð honum bæði dægra- dvöl og unun, þegar sól tók að halla í vestur og kyrrð kvölds- Ws að færast yfir. Hugur hans átti enn vængi til flugs og hönd- m var hög, svo að af bar. Menn með gáfnafari séra Ólafs og Þroskaskilyrðum eru raunverulega að nema alla ævi. Skammt mun þess að bíða, að það hljómi sem skröksaga, að sóknarprestur, sem þjónaði brauðum í sveitum þessa lands frá 1885 til 1920, eins og séra Ólafur gerði, hafi oftlega orðið að brjótast áfram í botnlausri ófærð bæjarleið eftir bæjarleið a hestbaki í sortabyl eða svartnætti skammdegisins til þess að Segna embættisverkum. En þegar séra Ólafur skyggndist til °aka á síðkvöldi ævinnar, sá hann enn í minningunni skæran °jarma af Ijósinu, sem konan hans setti jafnan út í gluggann, Pegar hún átti von á honum heim gegnum sortann og hríðina Ur embættiserindum, svo að hann mætti beina stefnu sinni að hinum friðlýsta reit, heimilinu þeirra, þar sem beið hans bros °S opnir armar konu og barna. Séra Ólafur átti heima á Bjargarstíg 5, unz yfir lauk. Þar andaðist hann 13. marz 1935, sjötíu og fimm ára að aldri. A svipaðan hátt og eiginkona séra Ólafs, frú Ingibjörg Páls-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.