Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Page 11

Kirkjuritið - 01.11.1961, Page 11
KIRKJURITIÐ 393 einaða kirkjan hljóp nndir hagga, og skólinn er stofnaður nieð Essie sem skólastjóra og tveim afríkönskum kennslukon- um. Og nú veit Essie, liver köllun liennar er í Afríku. Skólinn er aðallega ætlaður giftum konum, og eiginmennirnir taka þessu með mikilli hrifningu. „Ef konurnar okkar eru illa nienntaðar“, sagði einn þeirra, „eru engu líkara en að við hoppum á öðrum fæti“. — Þetta hjálpar konunum til að vinna sér aftur það álit, er þær nutu sem mæður í þorpi ætt- flokksins, en glötuðu að nokkru við að flytja í námuþorpið. Þarna eru kennd ýmis konar kvennafræði, matreiðsla, saum- ar, heilsufræði og næringaefnafræði, meðferð ungbarna — en auk þess almenn uppeldisfræði og biblíufræði. Tilgangur- inn er sá, að hjálpa konunum til að byggja upp kristilegt heim- ilislíf og búa sig undir J)að, að þeirra eigin þjóð bafi forvslu í kirkjusafnaðar- og sveitarmálefnum. Skólastarfið liennar Essie stendur í nánu sambandi við skilning bennar á eðli trúboðsins, eins og Jiað á að fara frani á vorri öld í Afríku. Þó að ]mð vilji stundum gleymast í liin- um pólitísku erjum og hinu kalda stríði í Afríku, lieldur starf trúboðanna áfram, liægt og þolinmóðlega, eins og það hefur verið unnið í meira en heila öld. En trúboðinn getur ekki lengur verið trúboði af sömu gerð og ]>eir, sem komu til Afríku á 19. öld, í kjölfar kaupmanna og hermanna. Jafnvel J)ótt trúboðinn befði ekki annað en gott í liuga, var viðliorf lians gagnvart Afríkumanninum yfirleitt hið sama og viðhorf þeirra, sem byggðu upp heimsveldið (brezka). „Hann kom“, segir Essie Jolinson, „í þeirri trú, að bann væri að flylja eitthvað til Jjjóðar, sem sæti í náttmyrkri“. Hann var undir öllum kringumstæðum leiðtogi, sem hafði tilhneigingu til að telja sig skör hærri en fólkið, sem var undir umsjá lians. „Hann starfaði meðal okkar árum saman“, sagði einn Afríkuinaður, nOg hann vissi aldrei, hvað konurnar okkar hétu“. Sjaldnast ítat hann talað þjóðtunguna og jafnvel rnaður eins og Albert Scliweitzer — sem trúboðar nútímans líta á sem fremstan allra af hinni gömlu, föðurlegu „týpu“ — talar ennþá við sitt fólk á frönsku eða þýzku. Flestir trúboðar liins nýrri tíma líta svo á, að liinn gamal- dags trúboði, sem fyrir löngu var orðinn aftur úr, liafi liðið undir lok eftir seinni heimsstyrjöldina. „Hugmyndir Sclnveitz-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.