Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Page 16

Kirkjuritið - 01.04.1962, Page 16
KIRKJURITIÐ 158 skákli og galdramanni Eiríkssyni í Gvendareyjum. A Þormóður að hafa unnað Lopti mikið og bendir til þess vísa þessi: Á hugann stríðir ærið opt óróleiki nægur, síðan eg missti hann litla Lopt, er löng mér stytti dægur. Hefur Þormóður vísast ort vísuna, eftir að hann kom Lopti í Hólaskóla 1716. Vera má að Loptur hafi áður lært lijá Hannesi prófasti Halldórssyni í Reykholti, bróður séra Jóns sagnfræðings í Hítardal. Bendir til þess bréf, sem séra Hannes skrifaði Lopti eftir að hann útskrifaðist, J>ar sem prófastur lýsir mikilli vinsemd í garð hans og leyfir honum að „svo mikið sem mig ábrærir og konunglegt lögmál leyfir, að þér yðar studiis til frekari ávaxtar iðkið ineð prédikun og framburði guðs h(eilögu) orða af pré- dikunarstólnum opinberlega fyrir söfnuðinum á hentugum tíma, þó svo, að þér óskið leyfis yðar sóknarprests líka þar til, hvað eg vona að liann muni yður ekki misunna“. Hefur Loptur þá, að því er H. Þ. gizkar á, verið á Leirá. En svo stóð á því, að eðlilegt var að Loptur færi fremur í Hóla- en Skálholtsskóla, að Steinn biskup Jónsson á Hólum liafði áður verið prestur á Setbergi og h'klegt að vinátta liafi verið með lionum og Þormóði fóstra Lopts. Loptur mun hafa kunnað sittlivað fyrir sér þegar í skólann kom, sakir fræðslu fóstra síns. En alls konar kukl og forneskja lá Jiá í landi og ekki Jiarf að þeim sökum að spyrja, að skólapiltar hafa ekki verið eftirbátar á því sviði, Jiótt biskup og kennarar teldu slíkt hinn mesta ósóma. Meðal skólabræðra Lopts voru líka nokkrir, sem haft munu sem hann nokkra galdrakunnáttu í nesti, er þeir fóru að heiman. Eru fjórir belzt tilnefndir. Þeir Skinna- staðabræður Einar og Ari, svnir séra Jóns prests greipaglennis Einarssonar galdrameistara, og tveir fóstursynir Páls Vídalíns lögmanns, Jón Sigurðsson, síðar prófastur á Eyri í Skutulsfirði, og Jón Grunnvíkingur Olafsson. Hafa þessir piltar sennilega magnað liver annan og Loptur Jiótt vera Jieirra slyngastur og áræðnastur. G. K. hermir að Jieir Ari og Einar ásamt Jóbanni Kristjánssyni, síðar presti á Mælifelli, hafi aðstoðað Lopt, Jiegar liann særði Gottskálk biskup grimma Nikulásson upp úr gröfinni og hugðist ná af lionum Gráskinnu. Og á Jóbann að bafa verið

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.