Kirkjuritið - 01.04.1962, Qupperneq 22
164
KIRKJURITIÐ
Illt er til þess að lmgsa, að slíkur niaður sem Luthuli skuli
vera haldinn í fjötrum. Það er næg sönnun þess, að kristin-
dómurinn hefur alltaf átt erfitt uppdráttar, jafnvel meðal
„kristinna“ manna sjálfra. En þó enn skýrara tákn þess, að
herða þarf baráttuna fyrir boðskap meistarans um allar jarðir.
Hér er rétt að benda á ummæli Lutlmlis um kristniboðið:
„Ef kristniboðarnir liefðu ekki komið til sögunnar, stæðum
vér ekki í þeirn sporum, sem vér stöndum. Þeir færðu oss
skóla, breyttu við oss sem jafningja sína og studdu oss til
þroska og framgangs. Nú er svo komið, að vér þörfnumst samt
trúboða, sem uppfylla betur kröfur tímans, taka meiri þátt í
lífi fólksins og skoða oss sem jafningja sína á livaða sviði sem
er. Það kemur aldrei sá tími, að vér þörfnumst engra nýrra
trúboða, ef þeir eru aðeins af liinni réttu tegund“.
Mestu og beztu trúboðarnir eru þó menn eins og Luthuli
sjálfur. Og þeirra er þörfin í öllum löndum beimsins og innan
allra trúarbragða.
Prcstaskortur
gerir nú víða vart við sig, eins og áður befur verið vikið að
bér í ritinu. Sænska kirkjuritið — Vár kyrka — víkur nýlega
í leiðara að honum með því að segja þessa sögu, sem fullyrt
er að gerst bafi á Suður-Englandi ekki alls fyrir löngu:
. . . Prestaskorturinn var ískyggilegur í biskupsdæmimi. Bisk-
upinn og ráðgjafar bans voru margmæddir og veltu málinu
vandlega fyrir sér. Einkum festu þeir augun við fjármála-
bliðina. Voru nokkur veruleg ráð til að liækka launin? Nú,
ekki var með öllu útilokað að bæta þau á einstaka stað, býsa
betur á sunmm öðrum, afla ögn ríkari aukatekna annarsstaðar
og fá líka með tímanum fram endurbætur á sjálfri launalög-
gjöfinni. Því hér var sannarlega liætta á ferðum.
Þannig konmst þeir að nokkuð jákvæðri niðurstöðu á
pappírnum. Óneitanlega sýndist útlitið ögn bjartara. Samt var
dálítill uggur í öllum. Blessaður tesopinn, sem þeir fengu sér
í lokin, gat ekki bægt honum á braut. Og biskupinn spurði upp
úr eins manns ldjóði: Jæja, bræður góðir, haldið þið ])á að
við liöfum rambað á rétta veginn? Prestarnir létu því ósvarað,