Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 24
| KIRKJURITIÐ aðeins baráttu fyrir málefni Guðs, sagði við sænska prestinn, sem söguna segir, þetta: Ég hef aldrei soltið né þurft að liggja úti. Enda hef ég aldrei iðrast þess aS verða við áskoruninni. Postulafrímerki. Mér var það ókunnugt áður en ég las það hér um árið í grein eftir sænska prestinn Gunnar Norberg, að til eru mörg frímerki með mvndum postulanna. Ekki á Norðurlöndum og víst eingöngu kaþólsk. Mörg gefin út í Vatikaninu en önnur í Suður-Ameríkuríkjum, ýmsum Evrópulöndum og ef lil vill víðar. Hópmynd af postulunum er m. a. á ítölsku frímerki frá 1923. Ekki munu allir postularnir vera myndaðir einir sér. Lang algengast er það um þá Pétur og Pál, enda víðfrægastir og sá fyrrnefndi talinn „fyrsti páf- inn“ af rómversk-kaþólskum. Jakoh er hinn mesti dýrðlingur á Spáni og þar er höfuðkirkja lians, og því ekki að undra þótt mvnd lians sé þar á nokkrum merkjum. Til er og Colom- bíufrímerki, þar sem Andrés styðst við kross sinn, sem er eins og trana í laginu, og lýtur vorgyðju landsins, jungfrúnni frá Chiquin- quira. Á meðfylgjandi mynd sést Jóhannes standandi ásamt Maríu undir krossi Krists. (Sbr. Jóh. 19, 26n). Merkið er gefið út í Belgíu 1949. Árið 1956 voru gefin hér út Skálholtsfrímerki með myndum af Þorláki helga, meistara Jóni og dómkirkju Brynjólfs hiskups. Þau voru með yfirverði, og spillti það sölunni. Hví ekki að gefa út Hallgrímsfrímerki á réttu verði til styrktar Hallgríms- kirkju? Jafnvel merki Guðmundar góða í þágu líknarmála? Margt gæti verið fráleitara, ef ekki væri ofgert í þeim efnum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.