Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 28
170 KIRKJURITIÐ niilli andstæðra trúarskoðana, þ. e. a. s. milli trúar á Guð og trúar á efnið og vísindin, barátta milli guðsliyggju og efnis- hyggju. Þar sem þessi ágreiningur varðar hverja þjóð og hvern einstakling og hann kemur einnig liér mjög við sögu, þá verður að skýra liann og ræða lítið eitt nánar. Þess er getið í styrjaldarsögu liðinna alda, að þegar stærri og öflugri þjóð liafði sigrað aðra minni máttar, þá liafi það komið fyrir, að minni þjóðin átti eftir að sigra liina stærri að siðum og menningu. Þannig var þessu farið um Grikki og Rómverja til forna. Hinar auðugu og voldugu þjóðir börðust fyrir auði og völdum, tímanlegum og efnislegum gæðum, en létu liina sigruðu fá að hafa sín andlegu gæði í friði. Síðar breyttist þetta og að stvrjaldarlokum voru hinir sigruðu oft neyddir til að taka trú sigurvegarans. Oss finnst þetta e. t. v. skiljanlegt, þegar t. d. er um Múhameðstrú að ræða, en oss gengur allt lakar að átta oss á því hörmulega skilningsleysi og algjöra öfugstreymi, að slíkt skyldi eiga sér stað meðal þjóða, sem töldu sig kristnar. En það er ekki ætlunin að rekja eða að reyna að skýra þá sorgarsögu, heldur hitt, að benda á þennan mun á styrjöldum, því hann er athyglisverður og einmitt alvar- legt umhugsunarefni þessi árin. Það er að vísu svo, að enn eru háð'ar styrjaldir til fjár og landa, og ekki liefur þar vantað eignarán og kúgun, en það, sem nú vekur einkum athygli, er þó liitt, að heimurinn skiptist nú í tvær andstæðar fvlkingar, þar sem tvær andstæðar lífsskoðanir og hugsjónastefnur berjast um völdin í heiminum. Það er efnishyggjan, sem berst gegn öllum þeim lífsskoðunum, sem em lienni andstæðar, og þá ekki sízt gegn vorri kristnu trú. Þótt þessar síðarnefndu lífs- skoðanir séu um rnargt ólíkar, þá er þeim það sameiginlegt, að þær eru trú á æðri mátt og skipa sér gegn efnishyggjunni. Hér verður ekki farið út í að lýsa efnishyggjunni, trúnni á vísindin og efnið, eða réttara sagt orkuna, en aðeins minnzt á eitt atriði, sem að vísu er grundvallaratriði í þessu sambandi. Samkvæmt skoðun hennar er maðurinn eingöngu dýr, að vísu hið fullkomnasta allra dýra sökum vitsmuna sinna, en annars ekki frábrugðinn þeim í grundvallaratriðum. Hann deyr út við líkamsdauðann, því annað líf er ekki eftir Jjetta líf. Sam- kvæmt þessari skoðun ber þá að rniða allar ráðstafanir, fram- kvæmdir og breytni við Jietta jarðlíf eingöngu, og þar sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.