Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Síða 32

Kirkjuritið - 01.04.1962, Síða 32
174 KIRKJURITIÐ Svo að rætt sé um vora íslenzku kirkju sérstaklega, þá eru þeir erfiðleika hennar sennilega alvarlegri, sem stafa af áhuga- leysi, en það áhugaleysi virðist að sumu, ef ekki mestu leyti, stafa af skilningsleysi á því, hvernig ástatt er og livað er í húfi. Þetta skilningsleysi stafar þó ekki fyrst og fremst af almennum skorti á gáfum og dómgreind, heldur kemur ýmislegt til, sem verður til þess að sljóvga dómgreindina. Hér skal aðeins drepið á tvennt í þessu sambandi. í fljótu hragði er það alls ekki öllum auðskilið, að kirkj- unni og þjóðfélaginu stafi hætta, og því síður hráð hætta af efnishyggjunni. Það er vitað, að í kristnum þjóðfélögum, þar á meðal í voru, liafa fyrr og síðar verið til trúlausir efnis- liyggjumenn, sem ekki hafa reynzt þjóðfélaginu hættulegir. En þá er á ýmislegt að líta. Eins og drepið var á í sambandi við kirkjuna, þá hefur margt böl og ófarnaður einstaklinga og þjóða stafað af því, að trúlausir og illa innrættir menn réðu meira en skyldi. En þótt þessu sé sleppt og litið á þá menn eina, sem reynzt hafa gagnlegir, þá er það ekki efnishyggjunni að þakka. Sem lietur fer búa góðir eiginleikar, sannleiksást, réttlætistilfinning og velvild með mörgum mönnum, hver svo sem lífsskoðun þeirra verður. Þar sem efnishyggjumenn liafa alizt upj) í kristnu þjóðfélagi, undir áhrifum kristinnar lífs- skoðunar og menningar, þá segir það til sín í lífi þeirra, livort sem þeim sjálfum er það ljóst eða ekki. Góðir og heiðvirðir efnishyggjumenn hafa sett sér góðar siðareglur og rökstutt þær með skynsemd. En það er ekki lífsskoðun þeirra, efnishyggjan, sem knýr fram þessar reglur, og röksemdafærsla þeirra fyrir góðri og göfugri breytni á ekki rætur að rekja til þjóðfélaga, þar sem hreinræktuð efnishyggja ræður algjörlega ríkjum. Það er meira að segja algjörlega óvíst, hvernig röksemdafærsla þeirra og siðgæði fengi Jiar staðizt og notið sín. Loks má benda á, að í þjóðfélögum, þar sem kristin lífsskoðun ræður örugglega ríkjum, eru varnir gegn því, að afleiðinga efnis- hyggjunnar gæti í opinberu lífi og að einstaklingum haldist uppi að beita hnefarétti. Auk stjórnar og löggæzlu er það þjóðin sjálf, sem þar vinnur á móti. Þá er að nefna annað, sem miðar að því að sljóvga skilning almennings og dómgreind og enda villa lionum sjónir. Engin þjóð, sem alizt hefur upp og húið við kristna menn-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.