Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Side 41

Kirkjuritið - 01.04.1962, Side 41
KIRKJURITIÐ 183 markmið, sem keppt er að. Það þarf að margfalda mannleg samskipti, moka ofan í skotgrafirnar, brúa bilin. Þá gerði faðir Pire grein fyrir því, hvers vegna þessar æsku- lýðsstöðvar befðu verið helgaðar minningu Gandhis. „Oss er ferskt í minni hversu liann barðist og lét líf sitt að lokum fyrir sameiningu þjóðar sinnar, sem liann sveið sárt að skyldi vera svo liörmulega klofin af trúarlegum ágreiningi. Þess vegna bauð liann, þótt Hindúi væri, bræðrum sínum, múhameðstrúarmönnum, til sameiginlegra kvöldbæna. Og það kom á daginn, að það var ekki trúarlegur andstæðingur hans, heldur hans eiginn trúbróðir, sem myrti hann, vegna þess að Gandhi dirfðist að rjúfa aðgreiningarmúr trúarbragðanna og bjóða bræðrunum handan hans til sambæna. Hann hélt því fram, að það væri syndlaust að ákalla Guð á arabísku. Vér getum lagt hönd að því að brúa skotgrafirnar, sent grafnar hafa verið milli svartra og hvítra, Austurs og Vesturs og liinna velsælu og vanbirgu. Menn, sem hafa hug á að fylla upp skotgrafirnar og brúa öll bilin, verða að hætta á að leggja á vaðið. Eða eins og arabískur málsháttur kveður að orði: Nokkrir heimskingjar hafa vaðið berfættir yfir fljótið, meðan spekingarnir hikuðu á bakkanum. Ég er einn þessara heimsk- ingja, sem freistar þess að vaða barfættur yfir ána“. Þegar faðir Pire veitti friðarverðlaunum Nóbels viðtöku í Osló haustið 1958, höfðaði hann á líkan hátt til mannlegs hræðralags. Þá var hann 48 ára og hafði í 12 ár verið forvígis- maður og brjóstvörn hælislausra og hálfgleymdra flóttamanna vorra tíma. Einkum bar liann „vafageplana“ fvrir brjóstinu og leitaðist við að koma þeim á réttan kjöl innan samfélags- ins. Hin mikla viðurkenning, sem verðlaunaveitingin var lion- um, jók honum áhuga og ásmegin til að rétta liinum örþrota nóttamönnum hjálparhönd. Enda kvað hann svo að orði við Hugues Vehenne, sem færði ævisögu hans í letur: „Ég hef aldrei átt nokkra friðarstund síðan ég hlaut Nóbelsverðlaunin“. Hér eru önnur ummæli, sem túlka skýrt lífsskoðun þessa mann- vinar: „Mennirnir byggja of marga múra en of fáar brýr“. „Menn hefðu blygðast sín niður í tær við að sjá Krist í þeim fatadruslum, sem sumir hentu í okkur“. „Það eru miklu strang- ari útflutningsákvæði varðandi gamalt fólk en sprengjuefni“.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.