Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Qupperneq 45

Kirkjuritið - 01.04.1962, Qupperneq 45
Kjartan Sveinsson, shjalavörður: Prestar þurfa að staðfesta skýrslur Skýrslur um fermd börn hér á landi eru orðnar hið merk- asta heimildarrit og ná óslitið frá árinu 1931 til vorra daga. í*ær hafa verið bundnar inn, hvert ár fyrir sig, af öllu landinu, og hillurnar, sem þessar skýrslur fylla, eru orðnar 5 inetrar á lengd. Sérstaklega koma þessar skýrslur að miklum notum úr þeim prestaköllum, þar sem prestsþjónustubækur liafa orðið eld- inum að bráð, og eru þær því einu lieimildarritin, þegar svo stendur á, fyrir fæðingardögum fjölda manna, bæði lifenda og látinna. Fyrir utan hérlenda menn, hafa þúsundir Vestur-lslendinga leitað hingað til lands fyrir sönnun á aldri sínum, en slík sönnun er skilyrði fyrir því, að þeir hljóti ellilaun þar í álfu, því þar, eins og hér, er auðvitað miðað við vissan aldur. í þessum fyrirgreiðslum fyrir vestur-íslenzkt fólk hafa þessar fermingarskýrslur oft orðið þrautalendingin. Á öldinni sem leið voru þessar heimildir nær undantekn- ingarlaust staðfestar með nafni sóknarprests, en á síðari tím- '*m hefur orðið á þessu liinn mesti misbrestur og stöðugt farið vaxandi. Það er ekki nægilegt að prestar sendi hréf með þess- um skýrslum. Bréfin og skýrslurnar verða viðskila, því ferm- ingarskýrslurnar einar eru árlega sendar Þjóðskjalasafni frá skrifstofu biskups. Þessar skýrslur koma einnig að daglegum notum, þar sem Hinar yngri prestsþjónustubækur eru úti í hinum dreifðu sveitum og bæjum, því oft kemur fólk í Þjóðskjalasafnið á síðustu stundu, fólk sem þarf að ganga undir próf eða ganga 1 hjónaband hinn sama dag, án þess að liafa liaft nauðsyn- legan fyrirvara um útvegun aldursvottorða.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.