Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Qupperneq 48

Kirkjuritið - 01.04.1962, Qupperneq 48
190 KIRKJURITIÐ Síð’astliðið aðfangadagskvöld, en þá var aðalsalurinn fyrst tekinn til nota, munu um 800 manns hafa lilýtt aftansöng í salarkynnum byggingarinnar, en vandað hátalarakerfi er um allt húsið. í byggingunni er ágætt eldhús og rúmgóð snvrtiherbergi, og í risi yfir anddyri verður fundar- eða vinnusalur fyrir 80—100 manns. Húsnæði það, sem nú er fengið, hefur kostað um 4 milljónir króna. Fjár hefur verið aflað með framlögum safnaðarins, happ- drætti, hlutaveltum og almennum söfnunum. Þá hefur söfnuður- inn notið góðs framlags úr Kirkjubyggingarsjóði Reykjavíkur. Kvenfélag safnaðarins hefur gefið hverja stórgjöfina af annarri til byggingarinnar. Þá hefur bræðrafélag safnaðarins lagt henni drjúgan skerf, svo og önnur samtök og fjölmargir einstaklingar. öllum Jíessum aðilum ber að ]>akka, að nú er góðum áfanga náð. Nú, Jjegar hluti jiessarar bvggingar liefur verið vígður, verður aðalsalur hennar tekinn til messulialds og allra helgiathafna. Þar mun verða fermt 9 sinnum í vor og fyrsta sinni sunnudaginn 1. apríl. Þegar er sýnt, að mikil Jiörf er þessarar byggingar. Má heita að fullskipað hafi verið við flestar messur í safnaðarsalnum frá J)ví liann var tekinn til nota um síðustu jól. Langlioltsprestakall er nú orðið eitt fjölmennasta prestakall landsins með um 9500 sóknarbörn. Verður því að halda ótrautt áfram við byggingu kirkjunnar, sem föng frekast leyfa. Þarf fyrst að ljúka anddyri og loftsal safnaðarbeimilisins, en síðan reisa sjálft aðalkirkjuskipið og turn kirkjunnar. Sóknarprestur er séra Árelíus Níelsson, safnaðarfulltrúi Magnús Jónsson, bankastjóri, formaður safnaðarnefndar Helgi Þorláks- son, skólastjóri, en Vilhjálmur Bjarnason, forstjóri,er formaður hyggingarnefndar. Frú Ólöf Sigurðardóttir er formaður kvenfé- lags safnaðarins. Sigurgeir Sigurgeirsson, bankafulltrúi, er for- maður bræðrafélags, en frú Þorbjörg Jensdóttir er formaður kirkjukórsins. Söngstjóri er Helgi Þorláksson. Lngholtssöfnuður þakkar öllum einstaklingum, opinberum að- ilum og félögum, sem lagt hafa fram hug og hönd á 10 árum þessa safnaðar til að byggja upp safnaðarvitund, safnaðarlíf og safnaðarkirkju, sem vonandi heldur áfram að vaxa sent flestuni til gæfu og góðs fordæmis“.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.