Kirkjuritið - 01.04.1962, Síða 49
Stringfellow Barr, háskólarektor:
Um þekkinguna
er erili allra manna aíi þrá þekkingu".
— Aristoteles.
Þetta var sannmæli, þegar Aristoteles skrifaði þaS á grísk-
unni fyrir meir en tvö þúsund árum síðan. Og það er jafnsatt
í dag.
Það er eðli allra manna, að þrá þekkingu. Aristoteles nefn-
ir engar undantekningar, eins og oss mundi hætta til. Hann
á hér við alla — menn og konur, rika og fátæka, svarta og
hvíta, unga og gamla. Hann rakst að sjálfsögðu á menn, sem
ekki virtust kæra sig um neina þekkingu: þeir verða á vegi
vor allra. Hann hitti líka fyrir menn, sem virtust ekki kæra
sig um neinn mat. En, ef einhver liættir að vilja fá eitthvað í
svanginn, þá er eitthvað bogið við hann líkamlega. Og ef ein-
hver hirðir ekki lengnr um neins konar lærdóm er eitthvað
að honum andlega. Það er honum eðlilegt að verða að eta —
og eins að verða að læra. Ef hann hættir að borða, skreppur
saman í lionum maginn, hann liorast og verður gugginn í
framan. Ef hann liættir að læra, þrengist hugur hans, liugs-
anir lians verða veigalitlar, mál hans sviplítið — og leiðinlegt.
Ummæli Aristotelesar gætu verið einkunnarorð allra æðri
°g læg ri skóla í landinu. Og þau eru erindisbréf hvers kenn-
ara. Þau segja oss hvers vegna vér krefjumst allmennrar mennt-
unar. Hann orðar þá tilfinningu, sem vér berum allir í brjósti,
að fullorðnir þarfnast hennar engu síður en börn og unglingar
■— eða jafnvel enn frekar. Hann minnir oss á það, að fólki er
«eðlilegt“ að vilja læra. Og hann veit að fólki er líka eðlilegt
að þarfnast þess að vera minnt á þetta. Því að — það er nú
einu sinni því verr og miður þannig — að allir menn gleyma
því, sem þeir þrá mest.