Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Qupperneq 14

Kirkjuritið - 01.12.1963, Qupperneq 14
444 KIRKJURITIÐ fagrar fyrir augað'. Yfir þær þríliyrningur, sem víðar liefur ver- ið gjörður að fyrirmynd, svo sem á St. Pálskirkju og St. Péturs- kirkju. Svo er háttað hlutföllum í liringbyggingunni, að þvermál innan er jafnt liæð frá gólfi til kúpuls, 142 fet. Þegar staðið er úti við musterið, sýnast veggir liáir og kúpull lágur. En þegar komið er inn, sýnast veggir lágir en kúpull afar mikill og liár. Hann er við neðstu hrún, liringinn í kring, prýddur rúðu- líkum ferningum. Tekur við af þeim önnur ferningaröð, og svo koll af kolli, minnkandi alla leið upp í efsta livolf. En hver ferningur er ekki sléttur lieldur liolur, og kemur annar minni holferningur fyrir innan þann fremsta og þann- ig 3 minnkandi ferningar inn í þakþykktina, hver um sig með skörpum hrúnum, hreinu formi og síðast flötur. Verður þetta sérstaklega fagurt, er sanian kemur þakið í þessum kvaðrötum á alla vegu. En þá kemur nýtt og furðu vekjandi form, sem kúpullinn endar með. Það er op í gegnum liann, eins og víð, liringmynduð trekt á livolfi. Þar sér í gegn upp í lieiðan himininn. Stundum rignir svolítið á gólfið, niður um það. Nú halda það ýmsir, að svona liafi þetta verið haft til þess að bænirnar til allra guða gætu liindrunarlaust stigið upp í himininn. En mér þykir iiiiklu sennilegra, að reikningsmeist- arinn, sem hús þetta hugsaði, hafi gert þetta op sem loftræst- ingu, því að húsið tekur vafalaust þúsundir inanna, og loft er þar mjög gott. Auðvitað fyrir reykinn af brennifórnum. Það mun viðurkennt vera, að þessi bygging beri að form- fegurð af flestu því, er séð verður í liúsastíl. Má af því snillina sjá í byggingalist þess tíma, bæði að formi og styrkleika, að enn stendur þessi forna hygging óhögguð án viðgerðar. En byggingar, sein Mússólíni lét gjöra á vorum dögum og ætlaði sér til heiðursminningar, eru farnar að láta á sjá strax. Panþeon er drottnandi tignarleg bygging, er minnir á ógn- andi vald gamla Rómarríkisins og liinna lieiðnu goða. Hringinn í kring eru bogmynduð innhvolf með jöfnu milli- bili inn í veggina, ofarlega. Þar stóðu áður goðastyttur, en eru nú allar hrottfluttar. Nú eru þarna mörg ölturu og smá-kap- ellur. Þar sem þau standa liafa áður verið goðastyttur í yfir-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.