Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1965, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.04.1965, Blaðsíða 10
200 KIItKJUItlTIÐ þess, að ala upp kristið fólk. Þetta veldur því, að ennþá meiri þörf er á kristilegum áhrifum og kristilegu starfi en nokkru sinni áður. En auk þess, sent kirkjan þarfnast uppbótar fyrir ]>að, sem hún hefur misst á síðari tímum og nú var nefnt, þarfn- ast hún þar að auki almennrar starfsemi og áliuga, sem geta vegið á móti þeim öflum, sem á síðari tímum eru að spilla þjóð- arsálinni, svo að jafnvel er talað um, að þjóðin sé að afkristnast. Sú upphót og það starf, sem hér skal gjört að umtalsefni, er í þremur liðum. Þeir eru: Aukið starf prestastéttarinnar, kristnir skólar og stóraukin leikmannsstarfsemi á ýmsum sviðum. Kirkjan þarfnast fleiri áhugasamra og dugandi sannkristinna presta. Starfs þeirra þarf að gæta meira en nú er víða. Þeir þurfa sumir að gjöra betur, sem fyrir eru, t. d. í barna- og unglinga- starfi. Ef dregnar eru ályktanir af ýmsu, sem fram hefur komið í ræðu og riti, þá þyrfti kirkjan líka að geta tryggt það betur en nú er, að þeir séu sannkristnir menn, sem geta unnið eið að liinni postullegu trúarjátningu jafnhliða prestaeiðnum. Og þeim ]>arf að fjölga, hinum ungu menntamönnum, sem leggja fyrir sig guðfræðinám vegna áhuga á málefninu. Prestastéttin þarf að leggja fram meira starf með sunnudagaskólum, barnaguðsþjón- ustum og unglingavernd yfirleitt, svo og leiðbeiningastarfsemi á heimilum. Þessi orð ber alls ekki að skilja svo, að allir prestar eigi hér óskilið mál og þessi starfsemi er gleðilega vaxandi liér í Reykjavík, en þótt þörfin sé ef til vill mest hér í borginni og fordæmi hennar áhrifamest, þá ber að liafa það í huga, að íbiiar hennar eru ekki helmingur þjóðarinnar. Vissulega ber ekki að ætla prestinum einum allt starfið, en þeir leikmenn, sem vinna að safnaðarmálum, og ekki sízt þeir, sem vinna þar sjálfboða- starf af fórnfýsi, verða að mega treysta góðri forystu prestsins og finna jafnan mikilsverðan áhuga hans og aðstoð. Ýmsir líta svo á, að prestar séu nægilega margir á landinu, en sé svo, þá er skipulagi á starfi þeirra eftir starfssvæðum ábóta- vant. Uppeldi barna og unglinga í þéttbýlinu fer nú að miklu leyti fram í skólunum. Áhrif þeirra geta því verið mikil og kirkjunni er það nauðsyn, að stjórnendur þeirra og kennaralið séu kristið fólk. Þjóðfélagsástæður valda því, að nú er mikill kennaraskort- ur og verður því að veifa bæði röngum trjám og réttum, en þeg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.