Kirkjuritið - 01.04.1965, Blaðsíða 14
204
KinKJURIIIÐ
ur og helgisiðir liafa sannað nauðsyn sína. En á vorum tímuin
getur fáum dulist, að miðalda prjál og kirkjuhöfðingjavald er
ekki hæf umgerð kenningar Krists né þörf þjónustu við þann
meistara, sem var fátækur og átti hvergi höfði sínu að að lialla,
en var meðal manna eins og sá, sem þjónar. Sá skilningur fer
nú líka sívaxandi um allan heim og engu síður skylt að gefa
honum gætur, en kasta steinum að kirkjunni fyrir yfirsjónir
fortíðarinnar.
Eitt var liryllilegt uni bænadagana: Utvarpsfréttirnar af því,
á föstudaginn langa, að einhver ágætasta, kristna þjóðin liefði
þann dag látið gera sprengjuárásir á andstæðinga sína í fjar-
lægri lieimsálfu. Þetta sannar áþreifanlega að kristindómur-
inn er fæstum af oss runninn í merg og bein.
Það Iirópar á kristnara liugarfar til varnar gegn ógnandi
Ragnarökum. Hefur nokkur æðri mannúðarstefna nokkru sinni
birzt en sú, sem af kristnum rótum er runnin? Og eigurn vér
Islendingar henni ekki talsvert upp að unna frá fyrstu tíð?
Ég ætla að svara því óbeint með því að minna á kunnan
íslenzkan prest frá öldinni, sem leið. En svo vildi til að ég end-
urlas æviágrip hans ( Merkir Islendingar, 1. b.), nýlega.
Þessi maður var séra Halldór Jónsson á Hofi. Hann var
óneitanlega í röð ágætustu klerka íslenzkra. Einlægur trúmað-
ur, grandvar til orðs og æðis, ræðumaður góður, sveitarhöfð-
ingi og virtur þingmaður. Það er frægt, þegar liann á þjóð-
fundinum skar sig úr liópi hinna konungkjörnu og fylgdi Jóni
Sigurðssyni ótrauðlega.
Það, sein hér skiptir mestu máli, er tvennt: Islenzk kristni
hefur átt ýmsa lærða og leika menn, karla og konur, sem hafa
borið líkan hug og séra Halldór á Hofi. En ævisöguritari lians,
séra Einar Jónsson, dregur lýsingu hans saman í þessum orð-
um: „Líf séra Halldórs var eitt af hinum fegurstu dæmum upp
á mannúðina í þjónustu guðsríkis“.
Rökstuðningur séra Einars fyrir þessari fullyrðingu, fellst
ekki aðeins í því, hversu vel séra Halldór dugði fátækum og
munaðarlausum. Höfuðröksemdin er sú, að séra Halhlór liafi
á öllum sviðum sannað Jiað á borði, er liann orðaði svo í þjóð-
liátíðarræðu sinni 1874:
„Sérhver liafi Jiað jafnan hugfast, að hann er verkamaður