Kirkjuritið - 01.04.1965, Blaðsíða 38
228
KIKKJUltlTIl)
— Margir láta sér nægja að aðhyllast einliverja alltof fast-
mótaða skýringu á guðshugtakinu. Ég get vel látið mér lynda
að menn kalli samvizkuna rödd Guðs. En ]iar að auki felst Guð
dýpst í oss og óendanleikanum. Hver rúmar hann? Menn liafa
viljað hneppa Guð í nokkrar trúarjátningar, en ég liygg að
það sé óframkvæmanlegt.
— Hvernig skýrið þér sjálfur Guðsliugtakið?
-— Getur kirkjan fallist á þá skoðun að almætti Guðs sé
mannlegt? Ég á við að við getum aðeins hugsað okkur Guð
sem mann. Guð er m. a. náungi okkar. Guð er í inanninuni.
Er ekki elskan í því fólgin að láta sér annt hver um annan?
Kannske að ég geti orðað þetta svona: Guðshugtakið er sam-
safn allrar þeirrar gæzkw, sem fyrirfinnst í vondri veröld. Mér
er aldrei til efs að sú gæzka er máttur.
LokaorS
Svo sem áður er getið, eru Jiessi sýnisliorn aðeins lítil spegil-
mynd af sjónarmiðum liöfundanna, þótt reynt sé að hita sér-
einkenni og sérskoðanir þeirra koma sem skýrast fram.
Ekki þarf að benda á einliæfnislega þröngsýni sumra og
sjálfbyrginslega róttækni.
Sérstök ástæða er að geta þess að í hópnum eru þessir guð-
fræðingar:
Gerhard Rasmussen, er lengi var prestur. Síðast 20 ár í Kaup-
inannaliöfn. Henrik Stangerup, sem telur að guðfræðinám hafi
góða kosti, en kveðst ráðinn í að láta ekki vígjast. Loks Preben
Thomsen. Hann lét nýlega af prestsemhælti, sem hann gegndi
við Heilagsandakirkju við „Strikið“ í Höfn.
Gaman væri að einhverjir vildu í stuttu máli senda ritinu at-
hugasemdir eða hugleiðingar út af því, sem liér lxefur horið a
góma. Annað hvort í hréfs- eða greinarformi, en í sem styzlu
máli. Hef ég oftar en einu sinni vakið máls á, að slík bréf þykja
forvitnileg erlendis. Hér er því miður of lítið að því gert að
ræða almenn mál frá ýmsum liliðum. Er það þó jafnan gagnlegt
og oft nauðsynlegt. — G.A.