Kirkjuritið - 01.04.1965, Blaðsíða 20
RlllKJUUIlIl)
210
það, að skortur á liugsjónaást, á trúnaði við liá og göfug mark-
mið, og afleiðingar þeirrar stefnu, verði lil falls og niðurlæg-
ingar þeim þjóðum, er inn á þá braut fara, þá sýnir sagan jafn
ótvírætt, að lieill og blessun eru lilutskipti liverrar þeirrar þjóo-
ar, sem fylgir trúlega í spor liinum göfugustu leiðtogum sínum,
og sækir ótrauðlega frani undir merki þeirra liugsjóna, sein
þeir berjast fyrir. Það var í rauninni þessi liugsun, sem norska
öndvegisskáldið Björnstjerne Björnson færði í eftirminnilegan
orðabúning í eftirfarandi ljóðlínum í kvæði sínu „Lýðhvöt“, og
séra Matlbías Joclmmsson þýddi snilldarlega:
Sú þjóð, sem veit sitt blutverk, er lielgast afl um lieim,
eins liátt sem lágt má falla fyrir kraftinum þeint.
Sannleikurinn er sá, að það eru liugsjónirnar, og trúnaðurinn
við þær í verki, sem eru máttarvaldurinn og örlagavaldurinn i
lífi þjóða sem einstaklinga. „Hugsjónirnar líkjast stjörnunum“,
sagði hinn kunni ameríski stjórnmálamaður Carl Scliui’z, og
skilgreindi þá staðbæfingu frekar þessum orðum: „Þú getur
ckki snert þær með liöndunum, en þú kýst þér þær að leiðar-
Ijósi og fylgir þeim, unz þú nærð takinarki þínu, líkt og sæfar-
inn úti á reginliafi“.
Það er þetta, sem spekingurinn er í rauninni að minna oss a
með ódauðlegum orðmn sínum um það, liver verði örlög þeirr-
ar þjóðar, sem á sér engar vitranir, er snauð að liugsjónum, ser
aldrei neinar spámannlegar sýnir lýsa liimin framtíðarinnar.
Slík þjóð er á leið til grafar í andlegum og menningarlegum
skilningi. Einari Benediktssyni mæltist viturlega sem oftar, er
liann komst svo að orði í einu ágætiskvæða sinna:
Hve verður sú orka öreiga snauð,
sem aldrei af tri'i er til iláða kvödd!
Sagan sýnir það deginuin Ijósar, að liugsjónaástin, framtíðar-
trúin í verki, bylta björgum úr vegi á framsóknarbraut þjóo-
anna. Með öðrum orðum, að það eru þeir mennirnir og þ*r
konurnar, er láta sig dreyma stærstu draumana, eiga göfugastar
liugsjónirnar, og vinna þcim dyggilegast, sem eru feður og mæð-