Kirkjuritið - 01.02.1966, Page 4

Kirkjuritið - 01.02.1966, Page 4
50 KIRKJURITIÐ blæ Iiimins blíðan. Og eins féll fljótið fram í tunglsljósinu? jiegar Isleifur frá Skálaliolti náði loksins liingað eftir sína löngu för til fundar við páfann. Hér við brúarsporðinn rís kastalinn mikli, seni flestir Jiekkja af myndum, Engilsborg, Castel di’Angelo, uppliaflega graf' liýsi, sein Hadrianus keisari lét reisa dufti sínu. Síðar var Jiessi rainmbyggða borg gerð að virki, |iá varð bún aðsetur konunga og páfa um aldir, nú er liún minjasafn. Engilsborg er hún nefnd vegna þess, að sagan segir, að árið 590, þegar skæð drep- sótt geisaði í Róm, hafi Gregoríus páfi mikli kvatt borgarlýð- inn til lieitgöngu til grafar Péturs postula í Péturskirkju, til Jiess að plágunni létti. Þá bafi Mikael erkiengill birzt á rnæni kastalans með brugðinn brand, alblóðgan, til merkis um, að liann mundi stökkva plágunni á flótta, enda livarf sóttin þegar, segir sagan. Þetta eina mannvirki, sem blasti við augum úr dyrum gisti- bússins, jjar sem ég dvaldist, felur í sér rómverska sögu 18 alda, lieiðna og kristna. Og sama eða svipuðu máli gegnir, livar sem farið er eða augum rennt í Róm. II. En ég var ekki komiiin bér að Jiessu sinni til þess að mæta fornaldarsvipum, lieldur til þess að fá að lifa nútíðarviðburð. Kirkjuþingi var að ljúka, ltinni 21. allsherjar-synódu að tali kajiólskrar kirkju, hinni annarri, sem lialdin er í Péturskirkju og kennd við Vatikanið, aðsetur páfa. Það er löngum áhættusamt að reyna að meta nútíðarvið- burði. Reynslan sýnir, að menn eru lítt skyggnir á gildi og mikilvægi þeirra tíðinda, sem gerast í eigin samtíð, enda of- vaxið venjulegum mönnum að gera sér fulla grein fyrir Jjein' örlögum, sem felast í líðandi stund. Óorðnir atburðir, ófyrir- sjáanleg þróun mála, veldur svo miklu um útkomu. Gerðir Jjessa þings liggja fyrir og Jjær verða að sjálfsögðu metnar eins og þær korna frá þinginu. En ef einliver ætlaði sér að lesa út úr Jjeiin stefnu og Jjróun rómversk-kaþólskrar kirkju framvegis um sinn, kemst liann fljótt að raun um, að fyrir verða fleiri spurningar en svör. Þetta er ekki sagt til þess að varpa minnstu rýrð á þetta Jjing. Þvert á móti. Fyrir Jjað er Jjingið merkilegast, að það liefur á svo mörgum sviðum Jjokað

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.