Kirkjuritið - 01.02.1966, Qupperneq 24

Kirkjuritið - 01.02.1966, Qupperneq 24
Gunnar Árnason: Pistlar Kirkjan í dag Það er ekki rétt, sem sumir vilja vera láta, að fæstir láti si? nokkrii varða livað kirkjan segi nú á dögum. Margir spyrja 1 fjölmörgum tilvikum: Hvað segir kirkjan um þetta? Oft er þa um að ræða liin og þessi trúaratriði, en líka tíðum um siðgieð' ismál og annan vanda. Flestir viðurkenna að íslenzka kirkjaO sé frjálslynd og hleypidómalaus. Því fylgir eðlilega að prestaf hennar eru ekki allir sammála um allt í liinum helgu fræðuittt skýra ekki hvað’ eina á sama veg, leggja mismunandi áherzh’ á kenningaratriðin. Hjá þessu verður ekki komizt, og útiloka^ að nokkur hitti á prest, sem geti leyst úr öllum gátum hans- Hitt er því miður líklegra að flestum finnst þeir fara svo af fundi lians að þekkingin liafi ekki ýkjamikið aukist í poka- horninu. Samt geta viðræðurnar liafa liaft mikið gildi, létt a huganum, eittlivað vísað til vegar. Og sú er bót í máli að ef til vill liefur aldrei meir en n*1 á dögum verið frekar spurt um breytnina og lífsviðhorfin en kenninguna. Afstöðu kirkjunnar til einstaklinganna og al' mennra málefna. Hvort prestur og aðrir kristnir áliugamennt karlar eða konur, beri fólk fyrir brjóstinu og vilji leysa vauda þess, ef unnt sé. Og hvort staðið sé með því sem sannast er, rétt' ast og bezt. Þeim mun minni sem kirkjusóknin er, er meirJ þörf á predikuninni á stéttunum — og af fleirum að henni hug' að.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.