Kirkjuritið - 01.01.1968, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.01.1968, Qupperneq 26
20 KIRKJUIUTIÐ ákveðinn boðskap að flytja. En það er ekki eilíflega ákvarð- að hvernig hún gætir þessa eða boðar það. Það fer eftir að- stæðum ú hverjum tíma eins og í allri sókn á hvaða sviðum sem er. Valdimar Briem lýsir kirkjunni snilldarlega við tré í fræg- asta sálmi sínum. Um tréð vita allir að stofninn stendur, en laufin falla og endurnýjast ár frá ári. Þær sífelldu breytingar eru lífsmark stofnsins. Þetta á við um kirkjuna og má ekki gleymast. Ég var að lagfæra bækur í liillum fyrir jólin. Þá liand- fjallaði ég nokkur predikanasöfn, sem ég á, innlend og er- lend. öll voru þau eftir víðkunna stórpredikara og liafa margt sígilt að geyma. Samt flaug mér í liug að vart mundi nokkur mæla því bót, eða telja það bagkvæmt, að ég eða aðrir tækju upp á því að lesa eingöngu úr þessum predikun- um af stólnum, þó ekki væri nema þetta ár, sem nú er hafið. Ekki af því að við liinir semjurn eins góðar livað þá betn ræður. En þær eru nýjar. Og það er eins og það finnist alltaf líkt og á lummunum. Þetta er dæmi þess hvað endurnýjunarþörfin er alltaf óbjákvæmileg í boðunarmáta og starfsbáttum kirkjunnar. Hvílík mun hún þá ekki vera á þessari gjöi-byltingaröld? Kirkjan getur ekki staðið eins og drangur í flóði tímans. Hún verður að samlagast því til þess að geta hreinsað það. Þess vegna verðum við kirkjunnar menn að taka tillit til nýrra hugmyndakerfa, nýrra lífsaðstæðna, nýrra kennsluhátta, nýrra fjölmiðlunartækja, nýrra samskipta þjóðanna og fjöl- margs annars. Ég veit að við gemm það þegar að nokkru, en ekki nóg- Betur má ef duga skal til venjulegrar sóknar. Til undirbúnings bennar þarf meiri og fjölbreytilegri umræður um kristni og kirkju m. a. Grundvöllurinn er lagður: Hann er Jesús Krist- ur. En aldrei frá því í frumkristni knýr spurningin fastar a en nú: Hvernig er unnt að flytja boðskap Krists og túlka líf hans svo að álirif lians fari vaxandi í veröldinni? Til mannbóta og friðar. Islenzkri kirkju er jafn skyldugt og nauðsynlegt að kljást við þetta vandamál og kirkjum annarra þjóða.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.