Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1970, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.11.1970, Qupperneq 10
392 KIItKJUKITIÐ dauðinn liafði svift mörgum smælingjanum úr sólskini dagsins niður í helheiminn. En þegar kemur að mörkum kristni og heiðni, má finna mikla breytingu. Þá má þekkja grafir hinna kristnu á ýmsum táknum og merkjum, sem vjer notum enn í dag, og víða eru litlir lampar, sem skildir liafa verið eftir. Þó eru það sennilega veggmyndimar og teikningarnar, sein tala skýrastu máli. Á einum stað er mynd liins góða liirðis, og fleiri myndir eru þar úr sögum Biblíunnar, aðallega af atburðum, sem sýna lausn og björgun undan árásum dauðans. Munurinn er sá, að þótt lieiðnir menn tryðu á ódauðleika og annað líf — var það líf raunar í meðvitund flestra líf 1 dauðans valdi, ömurlegt og kalt, eins og gröfin •— en kristnir menn trúðu á upprisuna, trúðu á lausnina undan valdi dauð- ans, ódauðleika á valdi lífsins. Það mun vera misskilningur, að kristnir menn hafi notað katakomburnar sem kirkjur til reglubundinnar guðsþjónustu á helgum dögum. Með tvennum liætti koma þær samt sjerstaklega við sögu kristinna manna. 1 fyrsta lagi hafa þeir komið þangað til að biðjast fyrir við grafir ástvina sinna, alveg eins og heiðingjarnir fóru þangað í trú á sína guði. Sennilega hafa það ekki verið heilir söfnuðir sem konni þarna saman, heldur fjölskyldur. Hitt er vafalaust einnig rjett, að kristnir menn hafi á ofsóknartímum valið sjer felustaði í grafhvelfingunum. Það mun liafa komið fvrir á styrjaldarárunum síðustu, að flóttamenn leyndust þar, til að lenda ekki í höndum Fasista eða Nazista. Katakomburnar liafa átt undarleg örlög. Jeg sagði áðan, að katakomburnar bæm þess vitni, að fornkirkjan liefði verið stríðandi kirkja- Hún átti sjer marga píslarvotta, er ljetu lífið fyrir trú sína, meðal annars á leiksviði Colosseum og Circus Maximus. Slíkir menn voru mjög tignaðir, trúbræður þeirra gerðu alt, sem 1 þeirra valdi stóð til að sjá um, að grafnir píslarvottanna gleymdust ekki. Það virðist vera ríkt í trúartilfinningu fólks í Suðurlöndum enn þann dag í dag, að hafa þörf fyrir áþreif' anlega viðkomu eða snertingu lielgra dóma, og því nægð1 mönnum ekki að hugsa um lielga menn sem ósýnilegar verur í ósýnilegum heimi eða liimni, lieldur vildu þeir snerta liinar jarðnesku leyfar þeirra — eða líkneskju þeirra og myndir, ef liitt var ekki unnt. Þetta átti sinn þátt í því, að sumar elztu kirkjurnar vora byggðar þar, sem menn trúðu, að leifar

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.