Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1970, Síða 12

Kirkjuritið - 01.11.1970, Síða 12
KIRKJUIUTIÐ 394 tveir klefar, og liefir jafnvel verið gizkað á, að þar liafi i fyrndinni verið djúpur brunnur, sem breytt bafi verið í fang- elsi fyrir dauðadæmda menn og herfanga. Vitað er, að í fang- elsinu voru í lialdi menn eins og Jugurtlxa konungur Karþagó- manna og Verkingetorix, sá sem lengst lijelt uppi baráttu við Júlíus Caesar í Gallíu. Ennfremur hafa lifað sagnir um, að í þessu sama fangelsi liafi verið postularnir Páll og Pjetur. Ekki verður sú sögn vísindalega sönnuð, en ólíklegt er það engan veginn, að þarna í neðri klefanum liafi postulinn Pjetur lialdið til, og þaðan liafi hann verið fbittur til aftökustaðar- ins. Þjer verður þungt um andardráttinn, er þú stendur ;• steingólfinu innan þessara ramgerðu múra, — en á einum stað kemur lítil, tær lind úr veggnum, og rennur spölkorn eftir gólfinu. Helgisögnin segir, að lindin litla liafi orðið til fyrir kraftaverk postulans, og úr vatni hennar liafi hann skírt suma samfanga sína og jafnvel fangaverði, er tekið böfðu kristna trú. í þessari trú felst bin sama boðun og í orðuin sjera Hallgríms: Dauðinn tapaði, en Drottinn vann. Hún minnir oss á þann sannleika, að þó að píslarvotturinn bafi verið lagður dáinn í sakamannsgröf, heldur liin hreinsandi og endurnærandi lind trúarinnar áfram að renna, til blessunar því mannkyni, sem dæmt var til dauða. Sigurinn vannst. Yfir gröfum píslarvottanna rísa kristnar kirkjur, smáar og stórar. Þegar vjer göngum um Rómaborg finnum vjer eina kirkjuna annarri fegurri. Dýrðleg listaverk margra alda bafa prýtt þær og gera enn. Kristin kirkja for- smáði ekki liinn listræna arf, sem grísk og rómversk fornöld iiafði ræktað. Vjer sjáum Etrúskasafnið og Kapitolsöfnmi ]iar sem líta má óteljandi gersemar frá liinni lieiðnu fornöld- Höggmyndir eins og binn deyjandi Galii eða drengurinn, sein dregur flís úr fæti sínum, sýna undraverðan skilning á mann- legu eðli og samúð í harmleik iífsins. Og bin fræga úlfynja gefur til kynna glögga innsýn í það, sem dylst í spyrjandi ang' um dýrsins. 1 Miþrasmusterinu og teikningum þess birtist hi® hulda þrá mannsins eftir sigri ljóssins og krafti liins fórnandi lífs. Mannslijartað þráir þann drottinn, sem dauðann sigrar' Vjer göngum um Forum Romanum, þar sem enn má greina rústir af musterum og samkomuliúsum frá lieiðni, og þega’ vjer nemum staðar við curíuna, liúsið, sem endurreist er a

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.