Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1970, Side 27

Kirkjuritið - 01.11.1970, Side 27
Sigurbjörn Einarsson: Veiting prestsembættisins í Kaupmannahöfn Me3al frétla í síðasta hefti Kirkjuritsins er sú upplýsing í ein- pistli ritstjórans, að veiting prestsembættisins í Kaup- tttannahöfn hafi vakið furðu. Ekki er skýrt frá því, hvar sú furða liafi komið upp og Eirið um. En liitt er ljóst, að ritstjóranum er mikið í hug. Er augljóst, að liann telur sig hafa fengið vænlegt tækifæri til a® slá þungu höggi á tvær síður, annars vegar þar í garð, sem ábyrgðin er á veitingunni, hins vegar í þá átt, sem gagnrýni vakandi á gildandi fyrirkomulagi á veitingu prestakalla, þ. e. a prestskosningum. Þar bitnar reiðin á skoðun, sem mikill Uieirihluti þeirra manna, sem standa að útgáfu Kirkjuritsins, P- e. prestar landsins, eru sammála um. Sú fullyrðing ritstjórans, að við þessa veitingu liafi allar feglur og venjur verið fótum troðnar, er ekki rökstudd og '^a styðjanleg rökum. Prestsembættið í Kaupmannahöfn er Uýtt og algerlega sérstætt. Það var ekki lögfest fyrr en á þessu arb því aldrei áður auglýst og veitt. Verksvið og lilutverk 'erða ekki borin saman við vettvang og skyldur annarra ís- eUzkra prestsembætta. Hér var því ekki við neinar reglur °g venjur að miða. Hitt er annað, að varla er neinum ætlandi að taka ákvörðun 1 sEku efni sem þessu út í bláinn. Það er ekki vandalaust, og JElrei duldist ég þess, að menn kynni að greina á um niður- Stdðu. En hafi hér verið framin slík afglöp og svo fráleitur 'erkuaður sem ritstjóri Kirkjuritsins heldur fram, þá mun Uiargur vilja spyrja, hvað komi til. Einhver skýring er á estum fyrirbærum, jafnvel yfirnáttúrlegum. Hvað getur mér 'afa gengið til að ganga í berhögg við velsæmi og réttlæti í t essu máli, ef stórar staðhæfingar ritstjórans eru réttmætar?

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.