Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1970, Síða 28

Kirkjuritið - 01.11.1970, Síða 28
410 KIRKJUKITIÐ Hann telur þetta minna „óþyrmilega á ýmsar stöðuveitingar kirkjulegra yfirvalda í fortíðinni“ og á þá við landsliöfðingja- tímabilið, þegar Estrup var einvaldur í Danmörk. Það er gott að vera langminnugur. En dauðar grýlur verða ekki vakt- ar upp. Ágallar í stjómarfari og embættisrekstri svo fjarlægs tíma geta ekki um aldur og ævi réttlætt skipan mála, sem er búin að fá að reyna sig áratugum saman og liefur leitt tilfinn- anlega galla í 1 jós, sem nálega öllum réttsýnum mönnum eru augljósir. Mig minnir, að Magnús Stepliensen, landsliöfðingk liafi m. a. sætt gagnrýni fyrir það að vilja greiða ættmönnuni og venzlamönnum veginn til embætta, nokkuð um skör frain- Einnig var liann og stiftsyfirvöldin vænd um það, og ekki án raka, að tillitið til skoðana í pólitískum efnum liefði talsverð áhrif á embættaveitingar. Ég reikna mér bvorki til tekna né útláta að vera borinn saman við okkar síðasta landshöfðingja í þessu sambandi. Ég finn ekki snertiflötinn. Og það er ekki frjótt gagnvart viðliorfum dagsins að láta tilfinningar og málefnastöðu frá liðinni öld liasla sér afstöðu til knýjandi vandamála eða reyna að magna sendingar upp úr dauðra manna gröfum á hendur þeim, sem telja breytinga þörf a fyrirkomulagi, sem eitt sinn kann að liafa verið söguleg nauð- syn en liefur fyrir löngu gengið sér til lniðar. Þegar til þess kom að veita í fyrsta sinn prestsembættið i Kaupmannahöfn, var nokkur reynsla komin á það, livernig þeim verkaliring er liáttað. Samkvæmt þeirri þekkingu, seni ég lief á því, tel ég ekki álitamál, að starfið lienti ekki mönnum, sem farnir em að reskjast. Það útheimtir mikla að- lögunarhæfni við aðstæður, sem eru gjörólíkar þeim, sein menn venjast almennt í prestsstarfi bér. Þá er og á það að líta, að í þetta starf er skipað til skamms tíma, jiriggja ára aðeins. Ég tel því eðlilegra að ganga .út frá því, að þetta tímabundna starf verði falið mönnum, sem eru á þroskaskeiði og liafa skilyrði til þess að afla sér reynslu, víkka útsýn sína á erlendri gmnd en eiga síðan að liafa sæmilega greiðan ao- gang að embætti heima, þar sem reynsla þeirra og þekking getur komið kirkjunni að notum. Hitt væri að mínu áliti miður beppilegt að stofna til þess, að menn litu á þetta starf sem eðlilegan lokaáfanga á embættisferli sínum. Ég gengst fúslega við því, að þegar ég átti að taka ákvörðun

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.