Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1970, Qupperneq 31

Kirkjuritið - 01.11.1970, Qupperneq 31
Norrænt prestamót í Askov í Danmörku 7.-11. sept. 1970 Mót norrænna presta, sem lialdið er þriðja livert ár, var að hessu sinni í Askov á Jóllandi og hófst mánudaginn 7. sept. Moru salarkynni og svefnrúm Lýðháskólans í Askov notuð til ‘Undarhalda og gistingar fyrir þá, sem mótið sóttu. Komu til Jnótsins 155 prestar og 58 prestkonur. Voru Danir í miklum Hieirihluta að sjálfsögðu. Af hálfu íslenzkra presta sóttu fundinn sr. Arngrímur Jóns- s°n, sr. Grímur Grímsson og sr. Óskar Þorláksson. Voru og kon- 11 r sr. Arngríms og sr. Gríms með í förinni, þær Guðrún S. Hafliðadóttir og Guðrún S. Jónsdóttir. Klukkan 7 að kveldi liinn 7. september setli framkvæmdar- stjórinn, O. C. Lindegaard, mótið. Er Lindegaard sóknarprestur 1 Suður-Jótlandi, biskupssonur frá Ribe, og einnig formaður Erestafélags Danmerkur. Bauð liann gesti velkomna og fór Uokkrum orðum um tilhögun mótsins í stuttu ávarpi. Síðan ‘'varpaði Dons Cliristensen biskup fundarmenn í skörulegri r;nðu. Á eftir honum talaði fyrrverandi skólastjóri í Askov, Engberg Pedersen, um sögu Lýðháskólans og þau öfl, sem stuÖ]uðu að því að skólinn varð til. Því næst tók til máls Jörgen Eukdahl, kunnur maður og gagnmerkur, mikill Islandsvinur. Elutti liann langt og viðamikið erindi, er hann nefndi: Hin guðrómlega vakning, Kierkegaard og Grundtvig. Var ekki ein- asta unun að hlýða á mál hans lieldur og að liorfa á hann í raeðustóli, svipbrigði lians og látbragð allt. Uni morguninn, þriðjudaginn 8. september, var guðsþjónusta í kirkj unni í Askov, sem þeir önnuðust, sr. Grímur Grímsson °g Henry Andersen, prófastur frá Himmerland í Jótlandi. kjónaði prófastur fyrir altari og sr. Grímur prédikaði. Tóku l'eir og til altaris.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.