Kirkjuritið - 01.11.1970, Qupperneq 32
KIRKJUBITIÐ
414
Of langt mál yrði að' rekja hér allan gang þessa prestamóts
í einstöku atriðum. En í stuttu máli er það að segja, að menn
skipuðu sér í umræðuliópa, þar sem fjallað var um margvís-
leg mál eflir því sem tími vannst til. Voru umræðuhóparnir
sex og hafði liver sitt sérefni, sem var félagslegs eðlis eða
kirkjulegs, nema livort tveggja væri. Ekki konui J)ó fram neinar
ályktanir, sem Iiægt væri að lienda reiður á.
Ennfremur voru flutt nokkur erindi um guðfræðileg efm
og félagsleg. Var auðlieyrt að mikið liafði verið vandað til
þessara erinda og fengnir til færir menn.
Farnar voru tvær ferðir um Jótland. Var önnur til Suður-
Jótlands og ýmsir sögufrægir staðir sóttir lieim á þeirri leið.
Hin var farin til hins sögufræga bæjar Ribe. Er dómkirkjan
þar merkilegt og sögufrægt mannvirki, og elztu hlutar hennar
taldir vera frá fyrri liluta tólftu aldar. Bærinn Ribe er nijög
sérstæður, og mun liann vart eiga sinn líka í Danmörku og
einnig þótt víðar væri leitað, einkum sá liluti lians, sem uin-
lykur kirkjuna.
Fimmtudaginn 10. sept. kl. 6 síðdegis var veizla lialdin >
Jioiðsalnum í Askov með liátíðasniði, Jjar sem fulltrúar liinna
ýmsu þjóða kvöddu sér liljóðs og fluttu kveðjur og ávörp.
Föstudaginn 11. var guðsjjjónusta með altarisgöngu í kirkj-
unni árla um morguninn. Prédikaði þar finnskur prestur,
Pauli Vaalas, og altarisþjónustu annaðist formaðurinn, sr. O. C.
Lindegaard.
Kl. 10 sama dag flutti Jsirkjumálaráðherra Dana, Arne Fog
Pedersen, ávarp og einkenndist ræða lians af sérstökum skiln-
ingi á þörfum kirkjunnar og velvild í hennar garð.
Að því loknu sagði framkvæmdarstjóri, sr. 0. C. Lindegaard
Jiessu norræna prestamóti slitið og fóru menn þá að húast til
brottfarar.
Var mót Jietta sérstaklega vel skipulagt og ánægjulegt í alD
staði og einnig um margt mjög lærdómsríkt.
Frú Lára Skúladúttir andaðist 14. okt. s.l. Hún var ekkja Hálfdáns pr°'
fasts Helgasonar. Mæt kona, sein naut mikilla vinsælda.