Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1970, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.11.1970, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ 421 fram og „gamla konan“ eða gyðjan gefur þeim nöfn. Það vissi spekingurinn forni, sem sagði: Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að ganga, og þegar liann eldist mun hann ekki af honum beygja.“ Þessi orð hefur kristileg kirkja alltaf liaft í lieiðri og má að vissu leyti telja, að afskipti hennar og hennar þjóna af æskulýðnum, sé frumþáttur fræðslu og skólalialds hjá öllum hinum svonefndu kristnu þjóðum. Alls staðar sem kristni var boðuð hefur skólamenntun og fræðsla fylgt í kjölfar liennar og réttur barna til manpsæm- andi uppeldis og þekkingar talinn sjálfsögð réttindi og mikils- verð til að lifa sem kristinn maður. Er þar kunnast og frægast fordæmi Ansgars „postula Norð- urlanda“, hann tók til sín unga sveina, fræddi þá og sendi þá síðan til lieimila sinna og heimkynna til að boða kristna trú. Voru sumir þessara drengja fæddir í ánauð, en liann keypti þeim frelsi og gerði þá að þjónuin hinnar ungu kristni. Þannig tókst þessu stórmenni andans að tendra anda kristins dóms í vitund liinna heiðnu víkinga, svo að nú eru niðjar þeirra taldir bezt kristnir allra þjóða og sagt um þá, að þeir liafi náð því stigi kristins dóms, sem engin styrjöld fylgir. Hvort sem rekja mætti þann árangur til aðferðar og anda Ansgars eða ekki, má áreiðanlega fullyrða, að fátt er áhrifa- nieira á þroskaferli barns en femiingarundirbúningur, sé þar unnið að með alúð og áhuga. En livar sem allri skólafræðslu er nú komið, ætti það lield- ur ekki að gleymast, að hér á Islandi hefur kirkjan verið og Var miðstöð allra mennta og átti frumkvæði að öllu skólahaldi °g handritaskrifum og þeim fræðiiðkunum, sem lögðu grunn- inn að gjörvallri sögu og menningu Norðurlanda á síðari öld- um. Hún bjargaði jafnvel liinni lieiðnu erfð og mennt frá glötun, með sagnaritun og ljóða. Fáir munu þeir prestar, sem gleyma fyrstu fermingarböm- um sínum. Og eitt af því sem vekur stöðugt nýja eftirvæntingu og fögnuð, en um leið ábyrgð og dálítinn kvíða í hug og hjarta Prestsins, er einmitt þegar hann tekur á móti nýjum liópi barna til undirbúnings hverju sinni. Engin tvö andlit í öllum stóra hópnum eru eins. En það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.