Kirkjuritið - 01.11.1970, Side 41
KIRKJURITIÐ
423
Þar gildir „sá heiti hlær, sem til lijartans nær“ og „eitt augna-
blik lielgað af liiminsins náð.“
„Guðs ríki er liið innra í yður.“ „Lítið súrdeig sýrir allt
deigið.“ „Trú eins og mustarðskorn getur flutt fjöll.“
„Ein hreyfing, eitt orð og á örskotsstund örlaga vorra grunn
vér leggjum.“ „Án vegabréfs vors hjarta er leiðin glötuð?“
Allt þetta verður presturinn að vita og á þessu verður liann
að byggja í starfi sínu með fermingarbörnunum.
Sé þessa gætt mun ekki bregðast, að undirbúningur þessi
°íí hútíðleg fermingaratliöfn getur haft áhrif á öll örlög barns
°g framtíð þess og minningin um þetta vakað í vitund, verndað
°g vakið á liættustund og harmanóttum, þótt löngu sé liðið
l'já, mótað viðhorf jákvæð eða neikvæð á allt sem kemur,
°g kennt að velja það, sem bezt og fegurst er. Og það tvennt,
seni þarna kemur mest til greina, svo allt fari að óskum, er
annars vegar heimili barnsins, foreldrar og ástvinir, hins
vegar presturinn framkoma hans og heilindi í starfi.
Samstarf prests og heimilis barnsins er sá grunnur, sem
fermingarundirbúningur allur byggist á. Og þau börn, sem
verða fyrir mestum og beztum áhrifum eru þau, sem koma frá
lieimilum, þar sem trúrækni og prestsstarf er virt og metið
að verðleikum og jafnframt þau, sem gagnrýni og uppreisnar-
Eennd gelgjuskeiðsins hefur enn ekki núð að trufla og trylla.
Sannarlega eiga þar við sem oftar orð Meistarans: „Sá, sem
ekki tekur á móti Guðs ríki eins og barn mun alls ekki inn í
það koma.“
Það þarf barnslegt liugarfar, lotningu, tilbeiðslu og auö-
niýkt, einlægni, tilhlökkun, opinn glaðan liug og heitt hjarta.
nAuðsveipan gjör huga minn,“ er bænin, sem mestu varðar
1 veruleikanum, ef allt á að ganga vel.
Hins vegar er ekki mikils að vænta, þar sem hroki, mót-
þrói og steigurlæti kynþroskaskeiðs eða rangsnúinna hug-
,nynda um kirkju og presta hafa náð tökum á hjarta og
hugarheimi barnsins.
En sum heimili telja allt kirkjulegt úrelt, leiðiulegt og
gamaldags og móta þannig viðhorf og andlegan jarðveg í
vitund barna sinna og eyðileggja þannig fyrirfram þau not
sern barnið kynni að liafa af fermingu og öðrum lielgisiðum.
Þá verða stúlkurnar haldnar eirðarleysi, flissi og kjánaskap,