Kirkjuritið - 01.12.1970, Page 15

Kirkjuritið - 01.12.1970, Page 15
KiiucjuiuTin 445 Ég bendi aðeins á að öld okkar er fyrst og fremst fræðslu- °g rannsóknaöld. Fram yfir síðustu aldamót var höfuðálierzlan íögð á trúarlegt og siðferðilegt uppeldi barna og unglinga, °g þar næst á fræðslu um undirstöðuatriði alls náms: lestur, skrift og reikning. AUir vissu að oft verður góður hestur úr göldum fola, en duldist ekki heldur að slíkir gæðingar eru aldrei sjálftamdir. Til þ ess þarf mikla alúð og nærgætni, hófsama og örugga stjórn, lagni og þolinmæði. Og ýmislegt fleira. A liinn bóginn var vandalaust að víxla livaða tryppi, sem vai‘, koma því upp á alls konar hrekki, gera það jafnvel villt °g tryllt, þótt það væri fremur meinhægt að upplagi svo að það varð ineiri og minni ótemja alla ævi. Þótt gamla fólkið væri ólært á vora vísu, og margir væru alltof strangir og smámunasamir, liöfðu flestir foreldrar skiln- lllg á því, að manngildið er mikilsverðast. Og að trúin og sið- gæðið, sem eru óaðskiljanlega samblönduð, eru hverjum ein- s'aklingi álíka mikilsverð til lífsþroska og safinn trénu. Kristur tók aldrei liarðar til orða en þegar hann varaði við l)v'í að spilla harnssálinni. Hann kvað svo fast að orði að þeim, Se»i yrði sú slysni á, væri hetra að honum væri sökkt í sjávar- djúp nieð mylnustein um hálsinn. Hann lagði líka ríka áherzlu a, að menn skyldu gæta þess hverju þeir léðu eyra og hvað þeir festu hugann við, því að það eru fleiri en hörnin, sem tttaela sem á bæ er títt og ber þess merki, sem þeir drekka í Sig. Þýzkt orðtak liermir: „Maðurinn er það, sem hann etur“. Éugurinn mótar ekki síður að sínu leyti líferni hans. Hér sem víðast færist meira og meira í það horf að skólarnir Se« játningarlausir, sinni lítt eða ekki trúarbragðakennslu. Siðfræðin situr samliliða á hakanum. Ég hygg að kirkjumálaráðherrann liafi rétt fyrir sér í því, Jð erfitt verði að breyta þar miklu til í náinni framtíð. Helzta úrræðið hér sem annars staðar að kirkjan verði sjálf Jð taka upp meiri þess liáttar fræðslu og mótun en hingað til. Og ég liygg að það yrði betur þegið og þakkað, en sumir unna að lialda. Þótt að fjöldinn heimti frjálsræði, eins og ég gat um, finna ^uteldrar og aðrir til þess að komið er í allmiklar ógöngur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.