Kirkjuritið - 01.12.1970, Side 30

Kirkjuritið - 01.12.1970, Side 30
460 KIIlKJUItlTIÐ Nú er koinið' fram til 1600 og með 17. öldinni fjölgar mjög lreimildum og nákvæmni lýsinga er meiri. Frá visitazíu Brynj- ólfs biskups Sveinssonar 1641 fáum við fyrstu lýsinguna a Borgarkirkju, sem byggð var að sama hætti og venja var uni torfkirkjur. Lýsing visitazíunnar er á þessa leið: 26. Septein- beris. Kirkjan að Borg undir Eyjafjöllum á Klambrarland, Borgartungur nema bréf fram komi. Með Klambrarlandi fylgj11 4 liundruð fjöru, 9 málnytukúgildi. Innan kirkju: Einn hökull af fustan með grænum krossi, lieill og bærilegur. Yænn sloppui'. Glitað altarisklæði með brún, ísaumaðar með stólum, allt heilt og bærilegt. Onnur altarisbrún, lítil. Corporalis dúkur vænn með tveimur götum. Silfurkaleikur með patínu og kopar- stétt. Vantar silfur fyrir koparstétt eftir máldaganum. Tvser koparpípur yfir altari, vænar og bærilegar. Maríulíkneski fornt. Vantar írskan kross. Klukkur þrjár eftir máldaga. Er til ein klukka lítil, önnur brotin, þriðju vantar. Bífalar biskup- inn staðarhaldaranum að sækja til dóms og laga allt, bvað kirkjuna vantar á máldaga Herra Gísla Jónssonar og fá dóm- inn liandskrifaðan til Skálbolts innan næstu 12 mánaða að öllu forfallalausu. Þar liggur undir staðurinn, 40 hundruð. Kirkjan í sjálfu sér væn og stæðileg ineð flest öllum nýjuni viðum, altari og prédikunarstól. Kórinn allur þiljaður og tvö stafgólf í framkirkjunni. Hurð á járninn og þil bak og fyrir kirkju. Kvenloft í kirkju og þil milli kórs og kirkju kvenn11" megin“. 1 Stóru-Borg bjó 1641 Jón Björnsson og átti nokkurn lilut jarðarinnar. Kann hann að liafa verið af ætt Hjalta og Onnu- Frá þessum visitazíudegi Brynjólfs biskups er óvenjulegur atburður skrásettur í visitazíubókina: „Það meðkennumst við eftirskrifaðir menn, sr. Jón Magnússon prestur að Hóluiu, Skógum og Borg, Miðbæli og Steinum undir Eyjafjöllum °r Jón Björnsson kirkjuverjari að Borg, Sigurður Jónsson, Hallur Arnason, Pétur Gissursson, að biskupinn Meistari Brynjólfui' Sveinsson gjörði sitt löglegt embætti í visitatione uppá persónu og embætti strax eftir prédikun Anno 1641, 26. Septembris, sem var sá 14. sunnudagur trinitatis, er hann af Guðs orði vandlætti og ætlaði að leiðrétta Guðs orða foröktun, sem geng- ur í þessu landi, gagnaðist hönum það eigi vegna báreystis, seiu Þorsteinn Ásbjarnarson upp vakti, so hann, biskupinn, varð A

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.