Kirkjuritið - 01.12.1970, Síða 36

Kirkjuritið - 01.12.1970, Síða 36
466 KIRKJURITIÐ gjöra sálu sinni. Og einn höfuSkjami hoðskapar lians var sa að hver einasti maður væri náungi vor. Markmiðið er allsherjar hræðralag um víða veröld. Óar oss ekki við mammonshyggjunni, liernaðartíðindunuiii og misréttinu, sem vér finnum til, eða að minnsta kosti heyruin um daglega? Er ekki von að sjnirt sé: Hvar er kirkjan? Hefur liún átt brýnna erindi til nokkurrar kynslóðar? Þess vegna fagna ég spumingunni, ]iótt hún valdi mér kinu- roða og sting í hjarta. Ég verð ekki aðeins að játa fávísi mína, veikleika og van- mátt til að svara henni eins og mér hæri. Hitt er verra að *'r veit að spumingin kemur að svo litlum notum sakir þess að fæstir vita liverja þeir eru að spyrja. — Og orsök þess er ein af stærstu syndum alls þorra kirkjuleiðtoganna fyrr og síðar- Þeir hafa með orðum og athöfnum komið þeirri villu in" í höfuðið á mönnum að kirkjan sé vér prestarnir einir. Ég heyri orðið varla nokkm sinni nefnt í annarri merkingu- Og ég veit af reynslunni, hve erfitt er að leiðrétta þann niis’ skilning lijá ungum og öldnum. Það er höfuðskýring tómu kirkjuhekkjanna og hins viSur- kennda álirifaleysis kristninnar í landinu. Þetta verðiun vér að skilja. Vér prestarnir erum uppfræddir og kallaðir til að vera leiS- sögumenn þeirra, sem vilja fylla flokk Krists — vera laU'i" sveinar lians. Og eins og gengur höfum vér margir ekki ;'l miklu að státa, liver í sínum söfnuði. En vér erum ekki kirkjan. Hún er allir þeir, sem telja sig meðlimi hennar — þjóðin 1 heild sinni að kalla. Og eitt veit ég: Það er ekki guðfræði né lielgisiðir, sem ei'11 mesta lífsafl kirkjunnar. ÞaS er andi Krists. Hann er oss það, sem safinn er trénu- Án mótunaráhrifa hans erum vér visin tré. Ég beindi liuga vomm að fjarlægri þjóð í uppliafi. Ver skulum líta oss nær í lokin. Ég játa það fúslega með glöðu geði að vér eigum dýra” menningararf, emm velferðarríki, eigum í vonum að græða a tá og fingri vegna auðlinda landsins, útlendra ferðamanna °r

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.