Kirkjuritið - 01.12.1970, Page 39

Kirkjuritið - 01.12.1970, Page 39
KIItKJUIUTlB 469 um aldir frá liimim glæstu mennta- og nienningarsetrum þessa lands. Um rúmt fjögurra alda skeið liljómað'i það um Húnaþing. Frá Þingeyrum, þangað sem ungir menn leituðu þekkingar á æðstu rökum tilverunnar og drukku í sig vizku, er borin var fram af heilagri kirkju. Þar stóð menningarsetrið, sem lielgur Jón Ögmundsson, biskup, einn mestur skólamaður er Island liefur alið, setti á stofn til dýrðar og lofgjörðar Drottni sínum og Lávarði. Þar sem bókleg iðja, bókmenntaafrek liafa, ef til vill mest og bezt verið unnin á Islandi. Sá arfur íslenzkrar menningar, sagnritunin, sem uni aldir hefur varpað skærustum Ijóma á land vort og þjóð. Þar sátu menn að iðju, sem eigi voru liálfvolgir í andanum, helguðu liinni æðstu vizku, alla krafta sína, allt sitt líf. Þar störfuðu ungir og aldnir undir binu kunna kjörorði þess tíma, ora et labora, bið þú og vinn, sem í einfaldleik sinum segir meira um líf þessara miklu menntavina en margt annað. Þannig liafa liin miklu afrek sagnritunarinnar varðveitzt og borið vitni í gegn um aldirnar, um menn vizku og liygginda, er á löngu liðinni tíð helguðu vizkunni, þekingunni allt, í bógværð og lítillæti lijartans, í Guðstrú og bæn. Þess vegna stafar geisladýrð af Þingeyrum, æðsta menningar- setri Húnaþings og störfum þessara einsetumanna, um allar aldir í vitund íslenzku þjóðarinnar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar í aldanna rás. Til þeirra tíma er vér nú lifum á. Ný menntasetur liafa risið liér um Húnaþing. Arftakar binna gömlu. Glæstar menningarhallir á borð við þessa, sveip- aðar nýjum viðhorfum og þörfum nýs tíma, sem vér í dag bindum miklar og glæstar vonir við. Og spekingurinn liebreski, sem talaði til þjóðar sinnar orð vizkunnar fyrir um tveim þúsundum ára síðan beldur áfram: i,Gleym eigi og vík eigi frá orðum munns míns. Hafna "enni eigi, þá mun bún varðvcita þig, elska liana, þá mun bún vernda þig-“ Það er því ósk vor og bæn liér á þessari vígsluliátíð, að þessi a,tdi, andi hinnar æðstu vizku og liygginda, mætti um alla Lamtíð ríkja innan þessara veggja. Að þetta menningarsetur

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.